Fótbolti

Magnað sigurmark hjá Nepal

Knattspyrnulandslið Nepal er ekki alltaf í heimsfréttunum en magnað sigurmark Sagar Thapa í leik gegn Bangladesh kom þeim í fréttirnar. Markið var rándýrt og kom á 95. mínútu.

Aukaspyrna af 40 metra færi sem Thapa ætlaði eflaust að gefa inn í teiginn. Boltinn fór þó yfir allan pakkann og í markið.

Hægt er að sjá markið hér að ofan og einnig má mæla með lýsingunni sem er rándýr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×