Innlent

Neyðarlögin staðfest - Annar úrskurður héraðsdóms

Icesave-innistæðurnar eru forgangskröfur samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll rétt í þessu.

Um er að ræða mál sem almennir kröfuhafar höfðuðu gegn slitastjórn Landsbankans. Þetta er annar úrskurðurinn sem bendir til þess að neyðarlögin sem sett voru í október 2008 haldi, en á dögunum féll úrskurður þess efnis að heildsölulán væru einnig forgangskröfur. Það var í fyrsta sinn sem látið var reyna á stjórnskipulegt gildi neyðarlaganna. Báðum þessum úrskurðum verður væntanlega áfrýjað til Hæstaréttar. Úrskurður dómstóla um þetta efni er forsenda þess að hægt sé að hefja greiðslur úr þrotabúi Landsbankans.

Ef Héraðsdómur Reykjavíkur hefði komist að þeirri niðurstöðu að Icesave innlánin væru almennar kröfur en ekki forgangskröfur, hefði það sett áætlanir um greiðslur úr þrotabúi Landsbankans í uppnám, því þá hefðu breski og hollenski tryggingasjóðurinn fengið mun minna í sinn hlut vegna Icesave innistæðnanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×