Enski boltinn

Martins: Auðveldasta markið á ferlinum

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Martins skorar sigurmarkið gegn Arsenal.
Martins skorar sigurmarkið gegn Arsenal. Mynd/Nordic Photos/Getty
Obafemi Martins, framherji Birmingham, var í skýjunum með að hafa tryggt liðinu deildabikarmeistaratitilinn eftir 2-1 sigur á Arsenal í dag. Martins fékk væna aðstoð frá markverði og varnarmanni Arsenal en Wojciech Szczesny missti boltann frá sér á afar klaufalegan hátt.

„Þetta er líklega auðveldasta mark sem ég hef skorað á ferlinum, og það var gríðarlega mikilvægt. Ég er glaður með við unnum og ég held að þetta hafi verið önnur snerting mín í leiknum. Við þurftum á titil að halda,“ sagði Martins í leikslok.

Maður leiksins var án nokkurs vafa markvörðurinn Ben Foster en hann varði hvað eftir annað frábærlega í leiknum. Þetta er fyrsti titill Birmingham í 48 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×