Enski boltinn

Þriðja jafntefli Arsenal í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cesc Fabregas gengur niðiurlútur af velli.
Cesc Fabregas gengur niðiurlútur af velli. Nordic Photos / Getty Images
Svo virðist sem að Arsenal sé að gefa verulega eftir í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar en liðið gerði í dag sitt þriðja jafntefli í röð í deildinni.

Arsenal gerði markalaust jafntefli við Blackburn á heimavelli og er nú með 59 stig, sjö stigum á eftir toppliði Manchester United. Arsenal á þó leik til góða en niðurstaðan engu að síður afar jákvæð fyrir stuðningsmenn United.

Blackburn er nú með 34 stig í fjórtánda sæti deildarinnar en engu að síður aðeins tveimur stigum frá fallsæti.

Arsenal byrjaði vel í leiknum en náði ekki að færa sér það í nyt. Blackburn reyndi að sama skapi að beita skyndisóknum sem bar ekki heldur árangur.

Marouane Chamakh fékk ágætt færi þegar hann skallaði að marki eftir að hann kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Paul Robinson, markvörður Blackburn, varði vel frá honum.

Robin van Perise komst svo í annað skallafæri í uppbótartíma en skallaði yfir.

Steven N'Zonzi, leikmaður Blackburn, fékk að líta rauða spjaldið þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka fyrir tveggja fóta tæklingu á Laurent Koscielny.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×