Enski boltinn

Rooney baðst afsökunar á blótsyrði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rooney fagnar fyrir framan myndavélina í dag.
Rooney fagnar fyrir framan myndavélina í dag. Nordic Photos / Getty Images
Wayne Rooney skoraði í dag glæsilega þrennu á aðeins stundarfjórðungi er lið hans, Manchester United, vann 4-2 sigur á West Ham.

Eftir þriðja markið hans hljóp hann að myndatökumanni sem var á vellinum og mátti greinilega þegar hann lét frá sér blótsyrði.

Enska knattspyrnusambandið hefur sagt að það muni skoða atvikið nánar áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið.

„Ég vil biðjast afsökunar ef ég hef móðgað einhvern þegar ég fagnaði markinu mínu. Sérstaklega foreldrum eða börnum sem voru að horfa,“ sagði Rooney.

„Það var mikill tilfinningahiti í mér á þessu augnabliki og viðbrögð mín óviðeigandi. Ég beindi þessu ekki að neinum sérstökum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×