Fyrsta íslenska rannsóknin: 59% treysta barnaverndarnefndum Erla Hlynsdóttir skrifar 4. maí 2011 13:07 Neikvæðar fréttir af störfum barnaverndarnefnda rata frekar í fjölmiðla en jákvæðar, og hefur þannig mögulega áhrif á viðhorf almennings til nefndanna Starfsfólk barnaverndarnefnda getur vel við unað þegar kemur að trausti til nefndanna. Þetta er mat lektors í félagsráðgjöf á niðurstöðum rannsóknar á trausti almennings til barnaverndarnefnda. Samkvæmt niðurstöðum hennar bera 59% frekar mikið eða mjög mikið traust til barnaverndarnefnda. 23% bera frekar lítið eða mjög lítið traust til þeirra, en um 19% segjast hvorki bera lítið né mikið traust til þeirra. Þetta er fyrsta íslenska rannsóknin á trausti almennings til barnaverndarnefnda. Anni G. Haugen, lektor við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, skrifar grein um rannsóknina í nýjasta tölublaði Tímarits félagsráðgjafa undir heitinu „Er barnaverndinni treystandi?"Meiri menntun, meira traust Fólk á aldrinum 18 til 39 ára mest traust til barnaverndarnefnda, samkvæmt rannsókninni, sem Anni telur jákvætt þar sem það er einkum fólk á þessum aldri sem hefur börn á sínum framfæri. Þá virðist traust vera meira hjá þeim sem eru með mikla bóklega menntun en þeir sem eru lítið menntaðir. 72% þeirra sem hafa framhaldsnám úr háskóla að baki bera mikið eða frekarið mikið traust til barnaverndarnefnda en aðeins um 50% þeirra sem eiga aðeins grunnskólanám að baki. Ekki reyndist marktækur munur á kynjum.Tæplega 5 þúsund tilkynningar á hálfu ári Á fyrstu sex mánuðum ársins 2010 bárust 4933 tilkynningar til barnaverndarnefnda sem vörðuðu rúmlega 4000 börn. Anni segir í greininni að í tilefni af 25 ára afmæli Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands haustið 2010 hafi verið keyrður svokallaður Afmælisvagn þar sem fyrirtækjum og stofnunum var boðið að vera með spurningar. Þar var ákveðið að nýta tækifærið og spyrja um traust almennings til barnaverndarnefnda. Tekið var 1500 manna slembiúrtak úr þjóðskrá. Brúttósvarhlutfall var 65,1%.Neikvæðar fréttir í fjölmiðlum Anni segir að það sé verkefni sem aldrei lýkur að auka trausts almennings á starfi barnaverndarnefnda. Hún veltir því upp að það séu helst mál sem tengjast barnaverndarnefndum á neikvæðan hátt sem rati í fjölmiðla og segir mikilvægt að fólk í þessum geira sé ófeimið við að vinna með fréttamönnum eftir því sem hægt er. Þannig aukist líkur á raunsannri umfjöllun í fjölmiðlum, sem síðan hefur áhrif á hvernig almenningur skynjar störf nefndanna. Hlutfall þeirra sem treysta barnaverndarnefndum vel er svipað og hlutfall þeirra sem sögðust árið 2008 vera ánægðir með þjónustu Barnaverndar Reykjavíkur en sú könnun var gerð meðal notenda þjónustunnar. Í skýrslunni er einnig tekið sem dæmi að í könnun Markaðs- og miðlarannsókna frá árinu 2010 eru aðeins tvær stofnanir sem njota meira trausts; lögreglan og Háskóli Íslands. Þó er tekið fram að rannsóknirnar eru ekki samanburðarhæfar. Í Noregi hafa reglulega verið gerðar kannanir um traust almennings á störfum barnaverndarnefnda og mælist traustið meira hér. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Starfsfólk barnaverndarnefnda getur vel við unað þegar kemur að trausti til nefndanna. Þetta er mat lektors í félagsráðgjöf á niðurstöðum rannsóknar á trausti almennings til barnaverndarnefnda. Samkvæmt niðurstöðum hennar bera 59% frekar mikið eða mjög mikið traust til barnaverndarnefnda. 23% bera frekar lítið eða mjög lítið traust til þeirra, en um 19% segjast hvorki bera lítið né mikið traust til þeirra. Þetta er fyrsta íslenska rannsóknin á trausti almennings til barnaverndarnefnda. Anni G. Haugen, lektor við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, skrifar grein um rannsóknina í nýjasta tölublaði Tímarits félagsráðgjafa undir heitinu „Er barnaverndinni treystandi?"Meiri menntun, meira traust Fólk á aldrinum 18 til 39 ára mest traust til barnaverndarnefnda, samkvæmt rannsókninni, sem Anni telur jákvætt þar sem það er einkum fólk á þessum aldri sem hefur börn á sínum framfæri. Þá virðist traust vera meira hjá þeim sem eru með mikla bóklega menntun en þeir sem eru lítið menntaðir. 72% þeirra sem hafa framhaldsnám úr háskóla að baki bera mikið eða frekarið mikið traust til barnaverndarnefnda en aðeins um 50% þeirra sem eiga aðeins grunnskólanám að baki. Ekki reyndist marktækur munur á kynjum.Tæplega 5 þúsund tilkynningar á hálfu ári Á fyrstu sex mánuðum ársins 2010 bárust 4933 tilkynningar til barnaverndarnefnda sem vörðuðu rúmlega 4000 börn. Anni segir í greininni að í tilefni af 25 ára afmæli Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands haustið 2010 hafi verið keyrður svokallaður Afmælisvagn þar sem fyrirtækjum og stofnunum var boðið að vera með spurningar. Þar var ákveðið að nýta tækifærið og spyrja um traust almennings til barnaverndarnefnda. Tekið var 1500 manna slembiúrtak úr þjóðskrá. Brúttósvarhlutfall var 65,1%.Neikvæðar fréttir í fjölmiðlum Anni segir að það sé verkefni sem aldrei lýkur að auka trausts almennings á starfi barnaverndarnefnda. Hún veltir því upp að það séu helst mál sem tengjast barnaverndarnefndum á neikvæðan hátt sem rati í fjölmiðla og segir mikilvægt að fólk í þessum geira sé ófeimið við að vinna með fréttamönnum eftir því sem hægt er. Þannig aukist líkur á raunsannri umfjöllun í fjölmiðlum, sem síðan hefur áhrif á hvernig almenningur skynjar störf nefndanna. Hlutfall þeirra sem treysta barnaverndarnefndum vel er svipað og hlutfall þeirra sem sögðust árið 2008 vera ánægðir með þjónustu Barnaverndar Reykjavíkur en sú könnun var gerð meðal notenda þjónustunnar. Í skýrslunni er einnig tekið sem dæmi að í könnun Markaðs- og miðlarannsókna frá árinu 2010 eru aðeins tvær stofnanir sem njota meira trausts; lögreglan og Háskóli Íslands. Þó er tekið fram að rannsóknirnar eru ekki samanburðarhæfar. Í Noregi hafa reglulega verið gerðar kannanir um traust almennings á störfum barnaverndarnefnda og mælist traustið meira hér.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira