„Þeir minna svolítið á gamaldags krumpaða ömmunælonsokka og eru sætir við kjóla og pils," segir Borghildur. Hún er búsett í London þar sem hún hefur verið í starfsnámi hjá Peter Jensen og Erdem síðustu mánuði. Nýlega ákvað hún svo að snúa sér alfarið að eigin hönnun.

Borghildur segist aðallega horfa til íslenska markaðarins hvað sokkana varðar eins og er, enda séu flestar stelpur bergleggjaðar í London á sumrin. „Þeir fara betur við íslenskt sumar."
Úrval vara frá Millu Snorrason má skoða á facebook-síðu merkisins, facebook.com/millasnorrason. -ve