Nýir eldsneytisgjafar nema hálfu prósenti 5. maí 2011 06:00 Þótt mikið hafi verið rætt um að auka hlutdeild annarra orkugjafa en bensíns og dísils í samgöngum þá gengur ekki nema brot af bílaflota landsmanna fyrir öðru en hefðbundnu eldsneyti. Fréttablaði/stefán Af þeim 195.715 bifreiðum sem í umferð eru í dag gengur bara rétt rúmlega hálft prósent fyrir öðru eldsneyti en bensíni eða dísilolíu. Það eru 1.006 bílar. 73,4 prósent bílaflota landsins ganga fyrir bensíni og 26,1 prósent fyrir dísilolíu. Tölur Umferðarstofu um skráningu bifreiða í lok apríl sýna að af þessum 1.006 bílum er vel ríflega helmingurinn, 568 bílar, svonefndir tvinnbílar, en þeir eru knúnir bæði bensín- og rafmótor. Hlutdeild þeirra í heildarbílafjölda nemur þó ekki nema rétt tæplega 0,3 prósentum. Næststærstur er svo hlutur bíla sem ganga fyrir metangasi, en þegar teknir eru saman bílar sem skráðir eru metanbílar og þeir sem breytt hefur verið þannig að þeir ganga bæði fyrir metani og bensíni þá eru þeir alls 411 talsins. Það er tæplega 41 prósent bíla sem ganga fyrir nýjum eldsneytisgjöfum og 0,21 prósent af bílum sem eru á númerum í dag. Aðrir orkugjafar eru í miklum minnihluta. Vetnisbílar eru 16 á númerum og rafmagnsbílar eru ekki nema tíu. Þá er bara einn bíll í umferð sem er með metanól skráð sem eldsneyti. Tölurnar ná til allra bíla, hvort heldur það eru fólksbifreiðar, hóp-, sendi-, eða vörubifreiðar. Skiptingin er þó dálítið ólík innan hvers flokks. Þannig er ekki að finna aðra „nýja“ orkugjafa en metan utan fólksbílaflokks, nema í einu tilviki þar sem ein sendibifreið er skráð sem rafmagnsbíll. Af þeim 171.448 fólksbílum sem eru á skrá eru 80,4 prósent, eða 137.774, bensínbílar og 19,1 prósent, eða 32.822, dísil. Bílar sem ganga fyrir bensíni og metani eru 202 og 56 eru skráðir sem metanbílar eingöngu. Tvinnbílar eru bara til í flokki fólksbíla. Þrír hópferðabílar ganga fyrir metani eða bensíni/metani og 15 vörubifreiðar. Heldur fleiri nýta svo metanið í flokki sendibifreiða, eða 135 bílar. Dísilolía er hins vegar ráðandi í flokki hóp- og vörubifreiða með 94,6 og 95,2 prósenta hlutdeild. Síðan ganga 65,7 prósent sendibifreiða fyrir dísilolíu og 33,5 prósent fyrir bensíni. olikr@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Af þeim 195.715 bifreiðum sem í umferð eru í dag gengur bara rétt rúmlega hálft prósent fyrir öðru eldsneyti en bensíni eða dísilolíu. Það eru 1.006 bílar. 73,4 prósent bílaflota landsins ganga fyrir bensíni og 26,1 prósent fyrir dísilolíu. Tölur Umferðarstofu um skráningu bifreiða í lok apríl sýna að af þessum 1.006 bílum er vel ríflega helmingurinn, 568 bílar, svonefndir tvinnbílar, en þeir eru knúnir bæði bensín- og rafmótor. Hlutdeild þeirra í heildarbílafjölda nemur þó ekki nema rétt tæplega 0,3 prósentum. Næststærstur er svo hlutur bíla sem ganga fyrir metangasi, en þegar teknir eru saman bílar sem skráðir eru metanbílar og þeir sem breytt hefur verið þannig að þeir ganga bæði fyrir metani og bensíni þá eru þeir alls 411 talsins. Það er tæplega 41 prósent bíla sem ganga fyrir nýjum eldsneytisgjöfum og 0,21 prósent af bílum sem eru á númerum í dag. Aðrir orkugjafar eru í miklum minnihluta. Vetnisbílar eru 16 á númerum og rafmagnsbílar eru ekki nema tíu. Þá er bara einn bíll í umferð sem er með metanól skráð sem eldsneyti. Tölurnar ná til allra bíla, hvort heldur það eru fólksbifreiðar, hóp-, sendi-, eða vörubifreiðar. Skiptingin er þó dálítið ólík innan hvers flokks. Þannig er ekki að finna aðra „nýja“ orkugjafa en metan utan fólksbílaflokks, nema í einu tilviki þar sem ein sendibifreið er skráð sem rafmagnsbíll. Af þeim 171.448 fólksbílum sem eru á skrá eru 80,4 prósent, eða 137.774, bensínbílar og 19,1 prósent, eða 32.822, dísil. Bílar sem ganga fyrir bensíni og metani eru 202 og 56 eru skráðir sem metanbílar eingöngu. Tvinnbílar eru bara til í flokki fólksbíla. Þrír hópferðabílar ganga fyrir metani eða bensíni/metani og 15 vörubifreiðar. Heldur fleiri nýta svo metanið í flokki sendibifreiða, eða 135 bílar. Dísilolía er hins vegar ráðandi í flokki hóp- og vörubifreiða með 94,6 og 95,2 prósenta hlutdeild. Síðan ganga 65,7 prósent sendibifreiða fyrir dísilolíu og 33,5 prósent fyrir bensíni. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira