Nýir eldsneytisgjafar nema hálfu prósenti 5. maí 2011 06:00 Þótt mikið hafi verið rætt um að auka hlutdeild annarra orkugjafa en bensíns og dísils í samgöngum þá gengur ekki nema brot af bílaflota landsmanna fyrir öðru en hefðbundnu eldsneyti. Fréttablaði/stefán Af þeim 195.715 bifreiðum sem í umferð eru í dag gengur bara rétt rúmlega hálft prósent fyrir öðru eldsneyti en bensíni eða dísilolíu. Það eru 1.006 bílar. 73,4 prósent bílaflota landsins ganga fyrir bensíni og 26,1 prósent fyrir dísilolíu. Tölur Umferðarstofu um skráningu bifreiða í lok apríl sýna að af þessum 1.006 bílum er vel ríflega helmingurinn, 568 bílar, svonefndir tvinnbílar, en þeir eru knúnir bæði bensín- og rafmótor. Hlutdeild þeirra í heildarbílafjölda nemur þó ekki nema rétt tæplega 0,3 prósentum. Næststærstur er svo hlutur bíla sem ganga fyrir metangasi, en þegar teknir eru saman bílar sem skráðir eru metanbílar og þeir sem breytt hefur verið þannig að þeir ganga bæði fyrir metani og bensíni þá eru þeir alls 411 talsins. Það er tæplega 41 prósent bíla sem ganga fyrir nýjum eldsneytisgjöfum og 0,21 prósent af bílum sem eru á númerum í dag. Aðrir orkugjafar eru í miklum minnihluta. Vetnisbílar eru 16 á númerum og rafmagnsbílar eru ekki nema tíu. Þá er bara einn bíll í umferð sem er með metanól skráð sem eldsneyti. Tölurnar ná til allra bíla, hvort heldur það eru fólksbifreiðar, hóp-, sendi-, eða vörubifreiðar. Skiptingin er þó dálítið ólík innan hvers flokks. Þannig er ekki að finna aðra „nýja“ orkugjafa en metan utan fólksbílaflokks, nema í einu tilviki þar sem ein sendibifreið er skráð sem rafmagnsbíll. Af þeim 171.448 fólksbílum sem eru á skrá eru 80,4 prósent, eða 137.774, bensínbílar og 19,1 prósent, eða 32.822, dísil. Bílar sem ganga fyrir bensíni og metani eru 202 og 56 eru skráðir sem metanbílar eingöngu. Tvinnbílar eru bara til í flokki fólksbíla. Þrír hópferðabílar ganga fyrir metani eða bensíni/metani og 15 vörubifreiðar. Heldur fleiri nýta svo metanið í flokki sendibifreiða, eða 135 bílar. Dísilolía er hins vegar ráðandi í flokki hóp- og vörubifreiða með 94,6 og 95,2 prósenta hlutdeild. Síðan ganga 65,7 prósent sendibifreiða fyrir dísilolíu og 33,5 prósent fyrir bensíni. olikr@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Sjá meira
Af þeim 195.715 bifreiðum sem í umferð eru í dag gengur bara rétt rúmlega hálft prósent fyrir öðru eldsneyti en bensíni eða dísilolíu. Það eru 1.006 bílar. 73,4 prósent bílaflota landsins ganga fyrir bensíni og 26,1 prósent fyrir dísilolíu. Tölur Umferðarstofu um skráningu bifreiða í lok apríl sýna að af þessum 1.006 bílum er vel ríflega helmingurinn, 568 bílar, svonefndir tvinnbílar, en þeir eru knúnir bæði bensín- og rafmótor. Hlutdeild þeirra í heildarbílafjölda nemur þó ekki nema rétt tæplega 0,3 prósentum. Næststærstur er svo hlutur bíla sem ganga fyrir metangasi, en þegar teknir eru saman bílar sem skráðir eru metanbílar og þeir sem breytt hefur verið þannig að þeir ganga bæði fyrir metani og bensíni þá eru þeir alls 411 talsins. Það er tæplega 41 prósent bíla sem ganga fyrir nýjum eldsneytisgjöfum og 0,21 prósent af bílum sem eru á númerum í dag. Aðrir orkugjafar eru í miklum minnihluta. Vetnisbílar eru 16 á númerum og rafmagnsbílar eru ekki nema tíu. Þá er bara einn bíll í umferð sem er með metanól skráð sem eldsneyti. Tölurnar ná til allra bíla, hvort heldur það eru fólksbifreiðar, hóp-, sendi-, eða vörubifreiðar. Skiptingin er þó dálítið ólík innan hvers flokks. Þannig er ekki að finna aðra „nýja“ orkugjafa en metan utan fólksbílaflokks, nema í einu tilviki þar sem ein sendibifreið er skráð sem rafmagnsbíll. Af þeim 171.448 fólksbílum sem eru á skrá eru 80,4 prósent, eða 137.774, bensínbílar og 19,1 prósent, eða 32.822, dísil. Bílar sem ganga fyrir bensíni og metani eru 202 og 56 eru skráðir sem metanbílar eingöngu. Tvinnbílar eru bara til í flokki fólksbíla. Þrír hópferðabílar ganga fyrir metani eða bensíni/metani og 15 vörubifreiðar. Heldur fleiri nýta svo metanið í flokki sendibifreiða, eða 135 bílar. Dísilolía er hins vegar ráðandi í flokki hóp- og vörubifreiða með 94,6 og 95,2 prósenta hlutdeild. Síðan ganga 65,7 prósent sendibifreiða fyrir dísilolíu og 33,5 prósent fyrir bensíni. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Sjá meira