Héraðsdómur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri sem var handtekinn í Leifsstöð í mars með 36 þúsund e-töflur og 4.400 skammta af LSD í fórum sínm.
Maðurinn hefur setið í varðhaldi síðan hann var handtekinn og mun, samkvæmt úrskurðinum frá í gær, gera það til 20. maí hið minnsta.
Maðurinn var handtekinn við komuna frá Kanaríeyjum ásamt konu sem nú hefur verið látin laus. Efnin voru falin í fölskum töskubotni. Lögregla bíður nú gagna frá Spáni sem talin eru nauðsynleg rannsókn málsins. - sh
E-töflumaður áfram í haldi
