Yfirvöld fréttu fyrst af skólpinu árið 2006 5. maí 2011 04:00 Skólp hefur nú flætt yfir garða og götur á flugvallarsvæðinu í Vatnsmýri eftir leysingarnar í vikunni. fréttablaðið/gva Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ítrekað farið fram á lagfæringu lagna á Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í bréfi Heilbrigðiseftirlitsins til Jóns Baldvins Pálssonar flugvallarstjóra, sem dagsett er 2. maí síðastliðinn. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því á þriðjudag að skólp flæddi um flugbrautir í Vatnsmýrinni og út á götur vegna ónýtra lagna á svæðinu. Hefur þetta gerst af og til síðan árið 2006. Ekki liggur ljóst fyrir hver ber ábyrgð á skólplögnum á flugvallarsvæðinu. Í bréfi Heilbrigðiseftirlitsins kemur þó fram að í úttekt Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hinn 21. maí árið 2007 hafi komið í ljós að fráveitulögnin framan við flugskýli 23 annaði ekki flæði frá aðliggjandi lögnum. Þeir sem eiga aðild að lögninni eru Fluggarðar – Lóðafélag, Flugfélag Íslands og Skeljungur hf. Ábyrgð var sögð í höndum rekstraraðila á flugvallarsvæðinu, en ekki OR. Jón Baldvin flugvallarstjóri vísar þessu á bug og segir ábyrgðina liggja hjá Reykjavíkurborg. „Þessum lóðum er úthlutað af borginni og við erum ekki í neinu forsvari fyrir það,“ segir Jón. „Við erum búin að gera það sem við getum í þessu máli og ég vísa þessu alfarið á Reykjavíkurborg.“ Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, segir málið fyrst hafa komið á borð eftirlitsins í september árið 2006. Þá hafi niðurstaðan verið að eigendur flugskýla á Fluggörðum greiddu sjálfir kostnað af endurnýjun og nýlagningu holræsa á lóð sinni. OR teldi sig aðeins eiga eitt ræsi á lóðinni og að gatnagerðargjöld yrðu jafnframt felld niður. „[Fluggarðar – Lóðafélag, Skeljungur og Flugfélag Íslands] hafa ekki getað komið sér saman um eðlilegt viðhald og lagfæringar sem þörf er á til að leysa þetta vandamál,“ segir Kristín. Þar sem eigendur hafi ekki brugðist við hafi árið 2008 verið ákveðið að bjóða út verkið og láta vinna það á kostnað eigenda. Erfiðleikar í útboði leiddu til þess að enn hefur ekki verið farið í það verk. Kristín segir að þar sem engar kvartanir hafi borist fyrr en nú hafi verið talið að málið væri í eðlilegum farvegi hjá eigendum. „Næstu skref eru að funda með eigendum og setja málið í ferli aftur,“ segir hún. Boðað hefur verið til fundar hinn 24. maí næstkomandi. sunna@frettabladid.is Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ítrekað farið fram á lagfæringu lagna á Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í bréfi Heilbrigðiseftirlitsins til Jóns Baldvins Pálssonar flugvallarstjóra, sem dagsett er 2. maí síðastliðinn. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því á þriðjudag að skólp flæddi um flugbrautir í Vatnsmýrinni og út á götur vegna ónýtra lagna á svæðinu. Hefur þetta gerst af og til síðan árið 2006. Ekki liggur ljóst fyrir hver ber ábyrgð á skólplögnum á flugvallarsvæðinu. Í bréfi Heilbrigðiseftirlitsins kemur þó fram að í úttekt Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hinn 21. maí árið 2007 hafi komið í ljós að fráveitulögnin framan við flugskýli 23 annaði ekki flæði frá aðliggjandi lögnum. Þeir sem eiga aðild að lögninni eru Fluggarðar – Lóðafélag, Flugfélag Íslands og Skeljungur hf. Ábyrgð var sögð í höndum rekstraraðila á flugvallarsvæðinu, en ekki OR. Jón Baldvin flugvallarstjóri vísar þessu á bug og segir ábyrgðina liggja hjá Reykjavíkurborg. „Þessum lóðum er úthlutað af borginni og við erum ekki í neinu forsvari fyrir það,“ segir Jón. „Við erum búin að gera það sem við getum í þessu máli og ég vísa þessu alfarið á Reykjavíkurborg.“ Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, segir málið fyrst hafa komið á borð eftirlitsins í september árið 2006. Þá hafi niðurstaðan verið að eigendur flugskýla á Fluggörðum greiddu sjálfir kostnað af endurnýjun og nýlagningu holræsa á lóð sinni. OR teldi sig aðeins eiga eitt ræsi á lóðinni og að gatnagerðargjöld yrðu jafnframt felld niður. „[Fluggarðar – Lóðafélag, Skeljungur og Flugfélag Íslands] hafa ekki getað komið sér saman um eðlilegt viðhald og lagfæringar sem þörf er á til að leysa þetta vandamál,“ segir Kristín. Þar sem eigendur hafi ekki brugðist við hafi árið 2008 verið ákveðið að bjóða út verkið og láta vinna það á kostnað eigenda. Erfiðleikar í útboði leiddu til þess að enn hefur ekki verið farið í það verk. Kristín segir að þar sem engar kvartanir hafi borist fyrr en nú hafi verið talið að málið væri í eðlilegum farvegi hjá eigendum. „Næstu skref eru að funda með eigendum og setja málið í ferli aftur,“ segir hún. Boðað hefur verið til fundar hinn 24. maí næstkomandi. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira