Fótbolti

Með Norðurlandaþjóð í riðli sjöundu keppnina í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísland mætir Noregi í þriðju undankeppninni í röð.
Ísland mætir Noregi í þriðju undankeppninni í röð.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta lenti í riðli með Norðmönnum þegar dregið var í riðla í undankeppni HM 2014 í Brasilíu í Ríó í gær.

Þetta er þriðja undankeppnin í röð sem Ísland og Noregur eru saman í riðli og ennfremur sjöunda keppnin í röð þar sem íslenska karlalandsliðið er í riðli með annarri Norðurlandaþjóð.

Síðasta undankeppnin sem Ísland var ekki með Norðurlandaþjóð í riðli var undankeppni EM 2000 en íslenska landsliðið var þá í riðli með Frakklandi, Rússlandi, Úkraínu, Armeníu og Andorra.



Ísland með Norðurlandaþjóðum í riðli í undankeppni HM og EM

HM 2014

Noregur

EM 2012

Noregur og Danmörk

Hm 2010

Noregur

EM 2008

Svíþjóð og Danmörk

HM 2006

Svíþjóð

EM 2004

Færeyjar

HM 2002

Danmörk






Fleiri fréttir

Sjá meira


×