Erlent

Mótmæli víða um heim - Assange mótmælti í London

Fjölmenn mótmæli fóru fram í miðborginni í dag sem og í fjölmörgum löndum. Hundruð manna voru samankomnir á Austurvelli þar sem Hörður Torfason hélt ræðu. Á sama tíma fóru fram önnur mótmæli á Lækjartorgi. Þau eru hluti af mótmælum á heimsvísu þar sem meðal annars Julian Assange mótmælti.

Hluti af þeim fer einmitt fram í Róm í dag þar sem græðgi viðskiptalífsins er mótmælt. Þar hafa mótmælin hinsvegar breyst í átök á milli mótmælenda og lögreglu. Nýjustu fregnir herma að óeirðarlögregla hafi beitt táragasi gegn mótmælendum þar í borg.

Þá fara einnig fram fjölmenn mótmæli í London. Meðal mótmælanda þar er stofnandi og forsprakki Wikileaks, Julian Assange. Hann mætti í mótmælin með grímu en var skipað af lögreglunni að taka hana niður. Í kjölfarið hélt hann ræðu þar sem hann hvatti mótmælendur til dáða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×