Innlent

Barefli notuð í alvarlegum líkamsárásum í nótt

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Tvær alvarlegar líkamsárásir áttu sér stað á höfuðborgarsvæðinu í nótt, önnur fyrir utan pizzastað í Núpalind í Kópavoginum en hin í heimahúsi í Grafarvogi.

Önnur líkamsárásin átti sér stað í Kópavogi en hin í Grafarvogi. Í Kópavoginum réðst hópur árásarmanna á karlmann fyrir utan pizzastað í Núpalind og voru nokkrir vopnaðir bareflum.

Sá sem varð fyrir árásinni slasaðist í andliti og var hann fluttur á slysadeild. Ekki er vitað um gerendur í því máli og leitar lögreglan nú árásarmannanna.

Hin árásin átti sér stað í heimahúsi, en þar réðst hópur manna á tvo karlmenn. Í því tilfelli komu barefli einnig við sögu. Tveir voru fluttir á slysadeild með áberandi andlitsáverka.

Lögregla veit nokkurn veginn hverjir voru þar að verki. Hún segir báðar árásirnar mjög alvarlegar og gerir ráð fyrir að þær verði kærðar.

Tveir voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Báðir ökumenn, karl og kona, eru undir tvítugu. Þá gistu sex gistu fangageymslur lögreglunnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×