Nokkrir yfirheyrðir vegna hestaníðs í Skagafirði 27. júní 2011 18:45 Lögregla hefur yfirheyrt nokkra í tengslum við hestaníðingsmál sem kom upp á einu þekktasta hrossabúi landsins fyrir skömmu. Þá fundust þrjár hryssur með skurði á kynfærum og á snoppu, en skurðirnir eru taldir vera af mannavöldum. Hrossin þrjú eru frá bænum Flugumýri í Skagafirði sem er fyrir löngu orðið eitt þekktasta hrossabú landsins. Málið var kært í síðustu viku en áverkanir komu í ljós nokkru áður. Um hryssur er að ræða en tvær þeirra voru með skurði á snoppu og ein með skurði á kynfærum og skeið. Eigandi hrossanna vildi lítið tjá sig um málið í samtali við fréttastofu í dag en sagði það nú vera í höndum lögreglu. Svipað mál kom upp í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum fyrir rúmum mánuði. Þá fann hestamaður tvo skurði á kynfærum hryssu þegar hann var í útreiðatúr. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun sem hefur haft málin inni á borði hjá sér segir að það hafi verið mat þeirra dýralækna sem hafi skoðað hrossin, að yfirgnæfandi líkur séu á því að um áverka af mannavöldum sé að ræða. Aðspurð um alvarleika áverkanna segir hún að brugðist hafi verið skjótt við og sár sem þessi séu sem betur fer fljót að gróa. Hún hafi skilað skýrslu til lögreglu sem hafi málið nú undir höndum. Hjá lögreglunni á Sauðárkróki fengust þær upplýsingar að rannsókn sé í fullum gangi, nokkrir hafi verið yfirheyrðir en enginn hafi réttarstöðu grunaðs manns. Tengdar fréttir Önnur hryssa með skurði á kynfærum Nýtt mál er komið upp þar sem skurðir fundust á kynfærum hryssu. Talið er að áverkarnir séu af mannavöldum. Málið var kært til lögreglunnar á Sauðárkróki fyrr í þessum mánuði en lögreglan á Egilsstöðum hefur svipað mál til rannsóknar. Hjá lögreglunni á Sauðárkróki fengust engar upplýsingar um stöðu málsins aðrar en þær að það væri til rannsóknar. Þannig fékkst því ekki svarað hvort einhver liggur undir grun eða hvort málin eru talin tengjast. Þrjár hryssur á Norðurlandi fundust í byrjun mánaðarins með skurði sem taldir eru af mannavöldum. Tvær þeirra voru með skurði á snoppu en ein var með skurði á kynfærum og í skeið. Eigandi hrossanna hafði strax samband við dýralækni sem eftir skoðun komst að þeirri niðurstöðu að hryssurnar hefðu ekki getað veitt sér áverkana sjálfar, og því er talið um mannanna verk að ræða. Hryssurnar fengu skjótt viðeigandi aðhlynningu og voru sár farin að gróa eftir örfáa daga. Þeir sem þekkja til málsins segja það afar óhuggulegt, sér í lagi í ljósi þess að svipað mál kom upp í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum fyrir rúmum mánuði. Þá fann hestamaður tvo skurði á kynfærum hryssu þegar hann var í útreiðatúr og sá blæða úr hryssunni. Dýralæknir var kallaður til og málið kært til lögreglu, en fljótt vaknaði grunur um að um svokallaðan "hestaripper" væri að ræða, dýraníðing sem nýtur þess að misþyrma hrossum. Heitið hestaripper er dregið af nafni breska fjöldamorðingjans Jack the Ripper, betur þekktur hér á Íslandi sem Kobbi kviðrista. 24. júní 2011 11:12 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
Lögregla hefur yfirheyrt nokkra í tengslum við hestaníðingsmál sem kom upp á einu þekktasta hrossabúi landsins fyrir skömmu. Þá fundust þrjár hryssur með skurði á kynfærum og á snoppu, en skurðirnir eru taldir vera af mannavöldum. Hrossin þrjú eru frá bænum Flugumýri í Skagafirði sem er fyrir löngu orðið eitt þekktasta hrossabú landsins. Málið var kært í síðustu viku en áverkanir komu í ljós nokkru áður. Um hryssur er að ræða en tvær þeirra voru með skurði á snoppu og ein með skurði á kynfærum og skeið. Eigandi hrossanna vildi lítið tjá sig um málið í samtali við fréttastofu í dag en sagði það nú vera í höndum lögreglu. Svipað mál kom upp í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum fyrir rúmum mánuði. Þá fann hestamaður tvo skurði á kynfærum hryssu þegar hann var í útreiðatúr. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun sem hefur haft málin inni á borði hjá sér segir að það hafi verið mat þeirra dýralækna sem hafi skoðað hrossin, að yfirgnæfandi líkur séu á því að um áverka af mannavöldum sé að ræða. Aðspurð um alvarleika áverkanna segir hún að brugðist hafi verið skjótt við og sár sem þessi séu sem betur fer fljót að gróa. Hún hafi skilað skýrslu til lögreglu sem hafi málið nú undir höndum. Hjá lögreglunni á Sauðárkróki fengust þær upplýsingar að rannsókn sé í fullum gangi, nokkrir hafi verið yfirheyrðir en enginn hafi réttarstöðu grunaðs manns.
Tengdar fréttir Önnur hryssa með skurði á kynfærum Nýtt mál er komið upp þar sem skurðir fundust á kynfærum hryssu. Talið er að áverkarnir séu af mannavöldum. Málið var kært til lögreglunnar á Sauðárkróki fyrr í þessum mánuði en lögreglan á Egilsstöðum hefur svipað mál til rannsóknar. Hjá lögreglunni á Sauðárkróki fengust engar upplýsingar um stöðu málsins aðrar en þær að það væri til rannsóknar. Þannig fékkst því ekki svarað hvort einhver liggur undir grun eða hvort málin eru talin tengjast. Þrjár hryssur á Norðurlandi fundust í byrjun mánaðarins með skurði sem taldir eru af mannavöldum. Tvær þeirra voru með skurði á snoppu en ein var með skurði á kynfærum og í skeið. Eigandi hrossanna hafði strax samband við dýralækni sem eftir skoðun komst að þeirri niðurstöðu að hryssurnar hefðu ekki getað veitt sér áverkana sjálfar, og því er talið um mannanna verk að ræða. Hryssurnar fengu skjótt viðeigandi aðhlynningu og voru sár farin að gróa eftir örfáa daga. Þeir sem þekkja til málsins segja það afar óhuggulegt, sér í lagi í ljósi þess að svipað mál kom upp í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum fyrir rúmum mánuði. Þá fann hestamaður tvo skurði á kynfærum hryssu þegar hann var í útreiðatúr og sá blæða úr hryssunni. Dýralæknir var kallaður til og málið kært til lögreglu, en fljótt vaknaði grunur um að um svokallaðan "hestaripper" væri að ræða, dýraníðing sem nýtur þess að misþyrma hrossum. Heitið hestaripper er dregið af nafni breska fjöldamorðingjans Jack the Ripper, betur þekktur hér á Íslandi sem Kobbi kviðrista. 24. júní 2011 11:12 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
Önnur hryssa með skurði á kynfærum Nýtt mál er komið upp þar sem skurðir fundust á kynfærum hryssu. Talið er að áverkarnir séu af mannavöldum. Málið var kært til lögreglunnar á Sauðárkróki fyrr í þessum mánuði en lögreglan á Egilsstöðum hefur svipað mál til rannsóknar. Hjá lögreglunni á Sauðárkróki fengust engar upplýsingar um stöðu málsins aðrar en þær að það væri til rannsóknar. Þannig fékkst því ekki svarað hvort einhver liggur undir grun eða hvort málin eru talin tengjast. Þrjár hryssur á Norðurlandi fundust í byrjun mánaðarins með skurði sem taldir eru af mannavöldum. Tvær þeirra voru með skurði á snoppu en ein var með skurði á kynfærum og í skeið. Eigandi hrossanna hafði strax samband við dýralækni sem eftir skoðun komst að þeirri niðurstöðu að hryssurnar hefðu ekki getað veitt sér áverkana sjálfar, og því er talið um mannanna verk að ræða. Hryssurnar fengu skjótt viðeigandi aðhlynningu og voru sár farin að gróa eftir örfáa daga. Þeir sem þekkja til málsins segja það afar óhuggulegt, sér í lagi í ljósi þess að svipað mál kom upp í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum fyrir rúmum mánuði. Þá fann hestamaður tvo skurði á kynfærum hryssu þegar hann var í útreiðatúr og sá blæða úr hryssunni. Dýralæknir var kallaður til og málið kært til lögreglu, en fljótt vaknaði grunur um að um svokallaðan "hestaripper" væri að ræða, dýraníðing sem nýtur þess að misþyrma hrossum. Heitið hestaripper er dregið af nafni breska fjöldamorðingjans Jack the Ripper, betur þekktur hér á Íslandi sem Kobbi kviðrista. 24. júní 2011 11:12