Norðmenn setja kraft í olíuleit við Jan Mayen 27. júní 2011 18:55 Norsk stjórnvöld hafa sett olíuleit við Jan Mayen á fulla ferð og tilkynntu fyrir helgi að eyjan kynni að verða nýtt sem þjónustumiðstöð vegna olíuvinnslu. Skip er nú statt þar við hljóðbylgjumælingar og í næsta mánuði verður fjarstýrður kafbátur þar við botnrannsóknir. Stefnuyfirlýsing norsku ríkisstjórnarinnar í olíumálum, sem kynnt var á föstudag, staðfestir þá stefnu sem fyrrverandi olíumálaráðherra Noregs, Terje Riis Johansen, markaði með táknrænni heimsókn til Jan Mayen fyrir tveimur árum. Nýi olíumálaráðherrann, Ola Borten Moe, segir ferlið þegar hafið við Jan Mayen og boðar að því verði fram haldið af fullum þunga. Norðmenn láta ekki sitja við orðin tóm því undanfarnar þrjár vikur hefur sérsmíðað olíuleitarskip, Harrier Explorer, verið við hljóðbylgjumælingar á Jan Mayen-hryggnum á vegum Olíustofnunar Noregs og ná leitarferlar skipsins inn í íslenska lögsögu, þann hluta sem Íslendingar nefna Drekasvæðið. Samningur er í gildi milli ríkjanna um gagnkvæman 25 prósenta nýtingarrétt í lögsögu hvors annars og er ljóst að aukin áhersla Norðmanna á svæðið gæti haft verulega þýðingu fyrir Íslendinga. Og ekki aðeins í framtíðinni því Seyðisfjörður fékk forsmekkinn fyrr í mánuðinum þegar Harrier Explorer kom þangað inn ásamt tveimur fylgdarskipum til að sækja sér vistir og þjónustu áður en haldið var á Jan Mayen-hrygginn. Í næsta mánuði áforma Norðmenn að nota fjarstýrðan kafbát þar til botnlagarannsókna og ætla svo á næsta ári að hefja grunnar boranir. Norðmenn ætla raunar ekki að láta Íslendinga eina um að þjónusta olíuleitina þar því nú er boðað, þrátt fyrir friðlýsingu Jan Mayen í fyrra, að nauðsynlegt geti verið að nota eyjuna sem öryggis- og þjónustumiðstöð vegna olíuleitar, og eru höfn, olíugeymar og þyrluaðstaða nefnd dæmi um mannvirki sem gætu risið. Hérlendis hafa íslensk stjórnvöld frestað fyrirhuguðu olíuleitarútboði í sumar þar sem nauðsynlegar lagabreytingar dagaði uppi á Alþingi. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Norsk stjórnvöld hafa sett olíuleit við Jan Mayen á fulla ferð og tilkynntu fyrir helgi að eyjan kynni að verða nýtt sem þjónustumiðstöð vegna olíuvinnslu. Skip er nú statt þar við hljóðbylgjumælingar og í næsta mánuði verður fjarstýrður kafbátur þar við botnrannsóknir. Stefnuyfirlýsing norsku ríkisstjórnarinnar í olíumálum, sem kynnt var á föstudag, staðfestir þá stefnu sem fyrrverandi olíumálaráðherra Noregs, Terje Riis Johansen, markaði með táknrænni heimsókn til Jan Mayen fyrir tveimur árum. Nýi olíumálaráðherrann, Ola Borten Moe, segir ferlið þegar hafið við Jan Mayen og boðar að því verði fram haldið af fullum þunga. Norðmenn láta ekki sitja við orðin tóm því undanfarnar þrjár vikur hefur sérsmíðað olíuleitarskip, Harrier Explorer, verið við hljóðbylgjumælingar á Jan Mayen-hryggnum á vegum Olíustofnunar Noregs og ná leitarferlar skipsins inn í íslenska lögsögu, þann hluta sem Íslendingar nefna Drekasvæðið. Samningur er í gildi milli ríkjanna um gagnkvæman 25 prósenta nýtingarrétt í lögsögu hvors annars og er ljóst að aukin áhersla Norðmanna á svæðið gæti haft verulega þýðingu fyrir Íslendinga. Og ekki aðeins í framtíðinni því Seyðisfjörður fékk forsmekkinn fyrr í mánuðinum þegar Harrier Explorer kom þangað inn ásamt tveimur fylgdarskipum til að sækja sér vistir og þjónustu áður en haldið var á Jan Mayen-hrygginn. Í næsta mánuði áforma Norðmenn að nota fjarstýrðan kafbát þar til botnlagarannsókna og ætla svo á næsta ári að hefja grunnar boranir. Norðmenn ætla raunar ekki að láta Íslendinga eina um að þjónusta olíuleitina þar því nú er boðað, þrátt fyrir friðlýsingu Jan Mayen í fyrra, að nauðsynlegt geti verið að nota eyjuna sem öryggis- og þjónustumiðstöð vegna olíuleitar, og eru höfn, olíugeymar og þyrluaðstaða nefnd dæmi um mannvirki sem gætu risið. Hérlendis hafa íslensk stjórnvöld frestað fyrirhuguðu olíuleitarútboði í sumar þar sem nauðsynlegar lagabreytingar dagaði uppi á Alþingi.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira