Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fer eftir helgina til funda í Brussel. Þar mun hún eiga fundi með Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins og Jose Manuel Barrosso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Jafnframt mun Johanna funda með Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu.
