Innlent

Fimm daga deildinni lokað

Sjúklingar hafa dvalið eina til þrjár vikur á fimm daga deildinni.Fréttablaðið/Heiða
Sjúklingar hafa dvalið eina til þrjár vikur á fimm daga deildinni.Fréttablaðið/Heiða
Fimm daga deild líknardeildar Landspítala í Kópavogi var lokað um síðustu mánaðamót vegna læknaskorts og verður deildin lokuð til áramóta að minnsta kosti.

„Ég veit ekki hvort hægt verður að opna fimm daga deildina um áramótin. Það fer kannski eftir því hvaða breytingar verða gerðar vegna lokunar líknardeildarinnar á Landakoti,“ segir Dóra Halldórsdóttir, deildarstjóri á líknardeildinni í Kópavogi.

Flestir sjúklinganna á fimm daga deildinni, þar sem eru fjögur rúm, hafa verið krabbameinssjúklingar, að sögn Dóru. „Þetta hafa verið sjúklingar með sérhæfða heimaþjónustu. Hingað hafa þeir komið í einkennameðferð þegar stokka hefur þurft upp lyfin. Oftast hafa sjúklingarnir verið hér eina til tvær vikur en stundum þrjár.“

Dóra getur þess að innlögnum á krabbameinsdeildina á Landspítalanum hafi fækkað eftir að fimm daga deildin var opnuð 2007.

„Nú blasir ekkert annað við hjá sjúklingunum en að liggja heima og leggjast svo inn á krabbameinsdeildina ef eitthvað kemur upp á. Þetta er skerðing fyrir þennan hóp. Allur sparnaður núna er hrein og bein skerðing.“- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×