Það tekur alla tíma að aðlagast 4. nóvember 2011 06:00 Anna segir að mikilvægt sé fyrir skólayfirvöld í landinu að veita börnum innflytjenda tækifæri til þess að tjá sig á annan hátt en með orðum. Með því að beita þau of miklum þrýstingi að læra nýtt tungumál geta þau orðið því afhuga, farið í baklás og orðið óörugg. Fjölmörg tækifæri eru fyrir hendi til þess að gefa þessum börnum tækifæri til að tjá sig, á meðan þeim er sýndur viðeigandi skilningur á því að það tekur tíma að aðlagast nýjum menningarheimum.fréttablaðið/valli Þjóðin hefur staðið sig mjög vel í að bjóða innflytjendur velkomna og mér þykir mikið til koma. Ég finn fyrir miklum samhug þann stutta tíma sem ég hef verið hér og á þeim stöðum sem ég hef heimsótt. En ég er líka viss um að það sé mikill vilji fyrir því að gera hlutina betur en nú þegar hefur verið gert og efla þetta mikilvæga starf.“ Þetta er skoðun Önnu Kirova, prófessors á menntavísindasviði við Háskólann í Alberta í Kanada. Anna er nú stödd hér á landi til að kynna sér málefni innflytjenda og halda erindi á fjölmenningarráðstefnu á Akranesi, Brjótum múra, á vegum Rauða kross Íslands um helgina. Anna hefur einbeitt sér að því að rannsaka málefni barna innflytjenda og þá sér í lagi þann einmanaleika sem þau oft upplifa í nýjum menningarheimi. Hún segir einangrun mjög algengt vandamál, sem tekur sér oft aðrar birtingarmyndir eins og einelti og útskúfun af hendi jafnaldranna. Önnu þykir mikið koma til afstöðu Íslendinga í málefnum innflytjenda, miðað við þann stutta tíma sem tekið hefur verið á móti fólki til landsins. „Ég hef rannsakað þetta mikið og hef komist að þeirri niðurstöðu að börn innflytjenda eru oft og tíðum misskilin. Einmanaleiki meðal barna hefur margar birtingarmyndir, en sú algengasta er slæm framkoma eða óþekkt. Þau verða oft og tíðum trúðarnir í bekknum til að draga að sér athygli frá jafnöldrum sínum vegna þess að það er það sem þau þrá umfram allt annað.“ Anna segir börn innflytjenda ekki hafa þann orðaforða sem til þarf til að koma því á framfæri sem þau þarfnast á réttan hátt. „Þau skilja ekki hver viðtekin venja er í þessu nýja samfélagi og bregðast því oft við með ágengni og verða fyrir einelti í kjölfarið. Þau gera sér ekki eins vel grein fyrir þeim afleiðingum sem gjörðir þeirra hafa vegna þess að þau hafa ekki þá pólitísku rétthugsun sem tíðkast í landinu. Þau geta meðal annars oft verið hreinskilnari en jafnaldrar þeirra þegar þau eru ósátt við eitthvað.“ Hvernig er hægt að bæta íslenska skólakerfið fyrir börn innflytjenda? „Það er mjög mikilvægt að virkja þessi börn á einhvern hátt sem krefst ekki tungumálakunnáttu. Það þarf að gefa þeim tíma til að aðlagast skólaumhverfinu á þeim hraða sem þau ráða við. Fólk hefur ólíka tungumálahæfni, sumir læra þau snemma og hratt, aðrir þurfa lengri tíma. Eitt sem við vitum er að það tekur að meðaltali fjögur til fimm ár fyrir barn að læra að beita orðaforða á öðru tungumáli vel, og það tekur fimm til sjö ár að læra tungumál á akademísku stigi. Við þurfum að vera raunsæ í tilætlunum okkar til barna, sér í lagi vegna þess að þau eru líka beitt þrýstingi að heiman. Foreldrar barnanna vilja líka að þau aðlagist og eignist vini, það eru jú þeir sem komu með þau til þessa lands til að þeim líði betur og öðlist betra líf. Stundum verður þessi þrýstingur of yfirþyrmandi og því meira sem við beitum honum, þeim mun meira streitast þau á móti.“ Ekki halda börnum í sundurEitt mikilvægt atriði sem Anna bendir á er að halda ekki börnum frá sama menningar- eða tungumálahópi í sundur. Hún segir þann ótta hafa verið fyrir hendi að sé þeim leyft það þá læri þau ekki íslensku og muni ekki ná að kynnast og leika við börn frá Íslandi. „Það er einfaldlega ekki rétt. Börn vilja verða partur af hópi, þau vilja eignast vini og læra það tungumál sem er í þeirra umhverfi. Það er ástæðulaust að óttast að þau muni ekki ná að kynnast heimamenningunni eða læra nýtt tungumál. Það er einfaldlega ekki hægt að ætlast til þess að börn aðlagist nýjum aðstæðum á skömmum tíma. Það á ekki að búast við skyndilausnum. Málfræði er leiðinleg„Flestum börnum þykir málfræði leiðinleg, hvort sem hún er á þeirra móðurmáli eða öðru tungumáli. Málfræði er ekki besti vettvangurinn fyrir neinn til að læra tungumál. Hins vegar læra börnin að tala þegar þau leika sér saman og eru að gera eitthvað skemmtilegt, þannig að ég vil hvetja Íslendinga til að leyfa þeim að gera það.“ Anna telur að íslenskir skólar geti gert meira af því að bjóða upp á verkefni fyrir börn þar sem þau fá að njóta sín án þess að reyna að tala tungumál sem þau kunna ekki, eins og í gegnum listir eða íþróttir. „Þar ná þau að tjá sig og koma á framfæri því sem þau hafa ástríðu fyrir. Þá sjá börnin í heimamenningunni líka að þessi börn vita eitthvað um heiminn. Og á endanum kynnast þau þeim og verða vinir.“ „Það eru margar leiðir til að virkja börn á annan hátt en í gegnum tungumál. Það má ekki styðjast eingöngu við tal, því það getur reynst þessum hópi mjög erfitt og þeim líður endalaust eins og þau séu ekki nægilega hæf til að taka þátt í verkefnum. Því hvet ég skóla til að leggja meiri áherslu á verkefni þar sem tungumálakunnátta spilar ekki aðalhlutverk.“ Sýna, ekki segjaEitt af rannsóknarverkefnum Önnu og samstarfsmanna hennar á börnum innflytjenda í Kanada var stofnun ljósmyndaklúbbs fyrir 12 til 13 ára börn, þar sem þau fengu öll sínar myndavélar og ákveðin verkefni til að leysa. Börnin komu frá sjö mismunandi menningarþjóðum. „Við sendum þau út að ljósmynda staðina í skólanum sem þeim líkaði vel við eða þeim þóttu óhugnanlegir. Með því sýndu þau sögurnar sínar án þess að segja þær. Þá tókum við eftir því að sumir krakkarnir segja hluti sem þeir eru ekki að hugsa og hugsa hluti sem þau segja ekki. Í gegnum svona verkefni er auðveldlega hægt að finna út á hverju börnin hafa áhuga, hvað þau óttast og hvað þeim finnst annaðhvort ljótt eða fallegt.“ Einelti var eitt af atriðum sem komu upp í verkefninu. Í gegnum myndaval barnanna áttuðu Anna og samstarfsfélagar hennar sig á því að körfuboltavöllurinn var staður sem hræddi þau börn sem ekki töluðu ensku og því forðuðust þau hann. Þar voru þau skilin útundan og þeim var strítt og þau máttu ekki spila með. Þá voru ræddar leiðir til að takast á við það. Fjórtán ára besti aldurinnFjórtán ára er besti aldurinn til að læra annað tungumál. Anna segir að sökum þess að unglingar sem flytja til nýs lands eigi erfiðara með að aðlagast umhverfinu og tungumálinu en þau sem yngri eru, þurfi að veita þessari staðreynd sérstaka athygli. „Við höfum komist að því að þau börn sem koma seint til annars lands eiga fyrst um sinn í erfiðleikum með að læra tungumálið, vegna þess að þau hafa vel þróað móðurmál. En seinna tungumálið lærist þá á efra stigi og því betur, jafnvel þótt þau hafi sterkan hreim. Þess misskilnings hefur gætt að þeir sem eru með sterkan hreim hafi ekki þar með nægilega góða kunnáttu á málinu. Anna segir það ekki rétt og á þessu tvennu sé afar mikilvægur munur. „Ef móðurtungumálið er ekki nægilega vel þróað, eins og í tilviki ungra barna, þá heldur sú þróun áfram yfir á næsta tungumál, það er að segja, það þróast ekki nægilega vel, þrátt fyrir að hreimurinn sé enginn. Þó að öðru hafi verið haldið fram, þá er betra að hafa vel þróað fyrsta tungumál og bæta svo við það. Rannsóknir hafa sýnt að besti aldurinn til að læra annað tungumál er fjórtán ára. Á þeim aldri læra börnin hægar en þau sem yngri eru, en þau eru jafnframt meðvitaðri um framburð en fullorðnir. Þetta vita fáir og því er þessu ekki veitt næg athygli í skólakerfinu. Ég held að við höfum tækifæri til að vinna með unglingum á vettvangi sem fólk gerir sér ekki grein fyrir og þar liggja margir möguleikar.“ Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Þjóðin hefur staðið sig mjög vel í að bjóða innflytjendur velkomna og mér þykir mikið til koma. Ég finn fyrir miklum samhug þann stutta tíma sem ég hef verið hér og á þeim stöðum sem ég hef heimsótt. En ég er líka viss um að það sé mikill vilji fyrir því að gera hlutina betur en nú þegar hefur verið gert og efla þetta mikilvæga starf.“ Þetta er skoðun Önnu Kirova, prófessors á menntavísindasviði við Háskólann í Alberta í Kanada. Anna er nú stödd hér á landi til að kynna sér málefni innflytjenda og halda erindi á fjölmenningarráðstefnu á Akranesi, Brjótum múra, á vegum Rauða kross Íslands um helgina. Anna hefur einbeitt sér að því að rannsaka málefni barna innflytjenda og þá sér í lagi þann einmanaleika sem þau oft upplifa í nýjum menningarheimi. Hún segir einangrun mjög algengt vandamál, sem tekur sér oft aðrar birtingarmyndir eins og einelti og útskúfun af hendi jafnaldranna. Önnu þykir mikið koma til afstöðu Íslendinga í málefnum innflytjenda, miðað við þann stutta tíma sem tekið hefur verið á móti fólki til landsins. „Ég hef rannsakað þetta mikið og hef komist að þeirri niðurstöðu að börn innflytjenda eru oft og tíðum misskilin. Einmanaleiki meðal barna hefur margar birtingarmyndir, en sú algengasta er slæm framkoma eða óþekkt. Þau verða oft og tíðum trúðarnir í bekknum til að draga að sér athygli frá jafnöldrum sínum vegna þess að það er það sem þau þrá umfram allt annað.“ Anna segir börn innflytjenda ekki hafa þann orðaforða sem til þarf til að koma því á framfæri sem þau þarfnast á réttan hátt. „Þau skilja ekki hver viðtekin venja er í þessu nýja samfélagi og bregðast því oft við með ágengni og verða fyrir einelti í kjölfarið. Þau gera sér ekki eins vel grein fyrir þeim afleiðingum sem gjörðir þeirra hafa vegna þess að þau hafa ekki þá pólitísku rétthugsun sem tíðkast í landinu. Þau geta meðal annars oft verið hreinskilnari en jafnaldrar þeirra þegar þau eru ósátt við eitthvað.“ Hvernig er hægt að bæta íslenska skólakerfið fyrir börn innflytjenda? „Það er mjög mikilvægt að virkja þessi börn á einhvern hátt sem krefst ekki tungumálakunnáttu. Það þarf að gefa þeim tíma til að aðlagast skólaumhverfinu á þeim hraða sem þau ráða við. Fólk hefur ólíka tungumálahæfni, sumir læra þau snemma og hratt, aðrir þurfa lengri tíma. Eitt sem við vitum er að það tekur að meðaltali fjögur til fimm ár fyrir barn að læra að beita orðaforða á öðru tungumáli vel, og það tekur fimm til sjö ár að læra tungumál á akademísku stigi. Við þurfum að vera raunsæ í tilætlunum okkar til barna, sér í lagi vegna þess að þau eru líka beitt þrýstingi að heiman. Foreldrar barnanna vilja líka að þau aðlagist og eignist vini, það eru jú þeir sem komu með þau til þessa lands til að þeim líði betur og öðlist betra líf. Stundum verður þessi þrýstingur of yfirþyrmandi og því meira sem við beitum honum, þeim mun meira streitast þau á móti.“ Ekki halda börnum í sundurEitt mikilvægt atriði sem Anna bendir á er að halda ekki börnum frá sama menningar- eða tungumálahópi í sundur. Hún segir þann ótta hafa verið fyrir hendi að sé þeim leyft það þá læri þau ekki íslensku og muni ekki ná að kynnast og leika við börn frá Íslandi. „Það er einfaldlega ekki rétt. Börn vilja verða partur af hópi, þau vilja eignast vini og læra það tungumál sem er í þeirra umhverfi. Það er ástæðulaust að óttast að þau muni ekki ná að kynnast heimamenningunni eða læra nýtt tungumál. Það er einfaldlega ekki hægt að ætlast til þess að börn aðlagist nýjum aðstæðum á skömmum tíma. Það á ekki að búast við skyndilausnum. Málfræði er leiðinleg„Flestum börnum þykir málfræði leiðinleg, hvort sem hún er á þeirra móðurmáli eða öðru tungumáli. Málfræði er ekki besti vettvangurinn fyrir neinn til að læra tungumál. Hins vegar læra börnin að tala þegar þau leika sér saman og eru að gera eitthvað skemmtilegt, þannig að ég vil hvetja Íslendinga til að leyfa þeim að gera það.“ Anna telur að íslenskir skólar geti gert meira af því að bjóða upp á verkefni fyrir börn þar sem þau fá að njóta sín án þess að reyna að tala tungumál sem þau kunna ekki, eins og í gegnum listir eða íþróttir. „Þar ná þau að tjá sig og koma á framfæri því sem þau hafa ástríðu fyrir. Þá sjá börnin í heimamenningunni líka að þessi börn vita eitthvað um heiminn. Og á endanum kynnast þau þeim og verða vinir.“ „Það eru margar leiðir til að virkja börn á annan hátt en í gegnum tungumál. Það má ekki styðjast eingöngu við tal, því það getur reynst þessum hópi mjög erfitt og þeim líður endalaust eins og þau séu ekki nægilega hæf til að taka þátt í verkefnum. Því hvet ég skóla til að leggja meiri áherslu á verkefni þar sem tungumálakunnátta spilar ekki aðalhlutverk.“ Sýna, ekki segjaEitt af rannsóknarverkefnum Önnu og samstarfsmanna hennar á börnum innflytjenda í Kanada var stofnun ljósmyndaklúbbs fyrir 12 til 13 ára börn, þar sem þau fengu öll sínar myndavélar og ákveðin verkefni til að leysa. Börnin komu frá sjö mismunandi menningarþjóðum. „Við sendum þau út að ljósmynda staðina í skólanum sem þeim líkaði vel við eða þeim þóttu óhugnanlegir. Með því sýndu þau sögurnar sínar án þess að segja þær. Þá tókum við eftir því að sumir krakkarnir segja hluti sem þeir eru ekki að hugsa og hugsa hluti sem þau segja ekki. Í gegnum svona verkefni er auðveldlega hægt að finna út á hverju börnin hafa áhuga, hvað þau óttast og hvað þeim finnst annaðhvort ljótt eða fallegt.“ Einelti var eitt af atriðum sem komu upp í verkefninu. Í gegnum myndaval barnanna áttuðu Anna og samstarfsfélagar hennar sig á því að körfuboltavöllurinn var staður sem hræddi þau börn sem ekki töluðu ensku og því forðuðust þau hann. Þar voru þau skilin útundan og þeim var strítt og þau máttu ekki spila með. Þá voru ræddar leiðir til að takast á við það. Fjórtán ára besti aldurinnFjórtán ára er besti aldurinn til að læra annað tungumál. Anna segir að sökum þess að unglingar sem flytja til nýs lands eigi erfiðara með að aðlagast umhverfinu og tungumálinu en þau sem yngri eru, þurfi að veita þessari staðreynd sérstaka athygli. „Við höfum komist að því að þau börn sem koma seint til annars lands eiga fyrst um sinn í erfiðleikum með að læra tungumálið, vegna þess að þau hafa vel þróað móðurmál. En seinna tungumálið lærist þá á efra stigi og því betur, jafnvel þótt þau hafi sterkan hreim. Þess misskilnings hefur gætt að þeir sem eru með sterkan hreim hafi ekki þar með nægilega góða kunnáttu á málinu. Anna segir það ekki rétt og á þessu tvennu sé afar mikilvægur munur. „Ef móðurtungumálið er ekki nægilega vel þróað, eins og í tilviki ungra barna, þá heldur sú þróun áfram yfir á næsta tungumál, það er að segja, það þróast ekki nægilega vel, þrátt fyrir að hreimurinn sé enginn. Þó að öðru hafi verið haldið fram, þá er betra að hafa vel þróað fyrsta tungumál og bæta svo við það. Rannsóknir hafa sýnt að besti aldurinn til að læra annað tungumál er fjórtán ára. Á þeim aldri læra börnin hægar en þau sem yngri eru, en þau eru jafnframt meðvitaðri um framburð en fullorðnir. Þetta vita fáir og því er þessu ekki veitt næg athygli í skólakerfinu. Ég held að við höfum tækifæri til að vinna með unglingum á vettvangi sem fólk gerir sér ekki grein fyrir og þar liggja margir möguleikar.“
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira