Innlent

Teiknari bað Siv afsökunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skjáskot af Morgunblaðinu.
Skjáskot af Morgunblaðinu.
Helgi Sigurðsson teiknari hefur beðið Siv Friðleifsdóttur alþingismann persónulega afsökunar á teikningu, sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birtist á mbl.is. Á myndinni birtist Siv í líkingu vændiskonu sem falbýður stuðning sinn.

Teikningin vakti töluverð viðbrögð eftir að hún birtist. Meðal annars sá framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna ástæðu til að senda frá sér ályktun til að lýsa vanþóknun á teikningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×