Enski boltinn

Eiður Smári vermdi tréverið í sigri Fulham

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Bobby Zamora var á skotskónum hjá Fulham í dag.
Bobby Zamora var á skotskónum hjá Fulham í dag. Nordic Photos/Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen kom ekkert við sögu í sigri Fulham á Blackpool í ensku úrvalsdeildinni í dag, 3-0. Bobby Zamora kom Fulham yfir á 23. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði hann forystuna fyrir heimamenn í Fulham.

Á 73. mínútu kom Dickson Etuhu Fulham í 3-0 með skoti af stuttu færi og gulltryggði þar með sigurinn fyrir Fulham. Blackpool er í mikilli fallbaráttu eftir tapið í dag en liðið er með 33 stig í 17. sæti ensku deildarinnar.

Fulham er hins vegar komið í 10. sæti deildarinnar með 38 stig og þarf ekki nema örfá stig til tryggja veru sína í deildinni á næstu leiktíð.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×