Enski boltinn

Wenger vill ekki dvelja við vonbrigðin

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Það gengur lítið hjá Wenger og félögum um þessar mundir.
Það gengur lítið hjá Wenger og félögum um þessar mundir. Nordic Photos/Getty Images
Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, segir að lið sitt megi ekki dvelja frekar við vonbrigðin sem dunið hafa á liðinu að undanförnu. Arsenal gerði 0-0 jafntefli við Blackburn í gær og er nú sjö stigum á eftir Manchester United í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

„Við megum ekki hafa áhyggjur af því sem gerist í gær og missa sjónar af þeim markmiðum sem eru fyrir framan okkur. Það er hluti af starfinu að hafa andlegan styrk og takast á við svona hluti,“ segir Wenger.

„Margir leikmenn voru að snúa aftur úr verkefnum með landsliðum og voru ekki beittir. Hálft liðið hafði ekki jafnað sig fyrir leikinn,“ sagði Wenger en hressilega var púað á Arsenal-liðið í leikslok sem hefur fallið úr hverri keppninni að fætur annarri að undanförnu og gæti verið að missa af Englandsmeistaratitlinum.

 

 

Wenger vill ekki dvelja við vonbrigðin

Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, segir að lið sitt megi ekki dvelja frekar við vonbrigðin sem dunið hafa á liðinu að undanförnu. Arsenal gerði 0-0 jafntefli við Blackburn í gær og er nú sjö stigum á eftir Manchester United í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

„Við megum ekki hafa áhyggjur af því sem gerist í gær og missa sjónar af þeim markmiðum sem eru fyrir framan okkur. Það er hluti af starfinu að hafa andlegan styrk og takast á við svona hluti,“ segir Wenger.

„Margir leikmenn voru að snúa aftur úr verkefnum með landsliðum og voru ekki beittir. Hálft liðið hafði ekki jafnað sig fyrir leikinn,“ sagði Wenger en hressilega var púað á Arsenal-liðið í leikslok sem hefur fallið úr hverri keppninni að fætur annarri að undanförnu og gæti verið að missa af Englandsmeistaratitlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×