Enski boltinn

Moyes hótar að yfirgefa Everton

Jón Júlíus Karlsson skrifar
David Moyes er sagður ósáttur með stöðu mála.
David Moyes er sagður ósáttur með stöðu mála. Nordic Photos/Getty Images
Knattspyrnustjóri Everton, David Moyes, hótar að yfirgefa liðið fari svo að liðið eignist ekki nýja eigendur í sumar sem eru tilbúnir til að veita honum stuðning á leikmannamarkaðinum.

Moyes hefur þurft að sætta sig við þunnt veski allt frá því að hann tók við liðinu árið 2002 en hefur þrátt fyrir það náð ágætum árangri með liðinu. Everton á í miklum skuldavanda og gæti liðið þurft að selja sínar helstu stjörnur í sumar.

Jack Rodwell hefur verið orðaður við 20 milljón punda sölu til Manchester United, Leighton Baines er eftirsóttur og Mikel Arteta er sagður vera að hugsa sinn gang.

Moyes gæti verið á förum frá Everton og sögusagnir eru um að hann sé hugsaður sem eftirmaður Harry Redknapp hjá Tottenham, fari svo að Redknapp taki við enska landsliðinu eftir Evrópumótið á næsta ári.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×