Enski boltinn

Bale missir af leiknum gegn Milan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bale eftir að hann meiddist í leiknum gegn Newcastle í síðasta mánuði.
Bale eftir að hann meiddist í leiknum gegn Newcastle í síðasta mánuði. Nordic Photos / Getty Images
Gareth Bale mun ekki ná leik Tottenham gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, vildi ekki útiloka í gær að Bale gæti spilað með í leiknum en hann á við bakmeiðsli að stríða og missti af þeim sökum af leik Tottenham gegn Sunderland um helgina.

Bale reyndi að æfa í gær en fann fyrir óþægindum í bakinu. Því var ákvörðun tekin um að láta hann ekki spila í vikunni.

„Ég væri mikið til í að reyna að hræða Milan með því að segja að hann ætli að spila en því miður get ég það ekki," sagði Redknapp við enska fjölmiðla.

„Sérfræðingarniar sjá ekki að það sé mikið vandamál við þessi meiðsli og hann ætti því ekki að vera lengi frá."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×