ESB samningur tilbúinn á næsta ári Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. maí 2011 17:38 Björgvin G. Sigurðsson býst við að hægt verði að kjósa um aðild árið 2013. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að hægt verði að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið á einu ári. Eiginlegar viðræður munu hefjast í júní en rýnivinnu vegna aðildarumræðunnar lauk á dögunum. „Gangi samningsviðræður ágætlega held ég að svona eftir ríflega ár geti samningur verið að koma heim," segir Björgvin G. Sigurðsson í samtali við Vísi. Björgvin á sæti í sameiginlegri þingmannanefnd fyrir ESB og Ísland. Hann segir að þar sé rætt um að þriðjungur samningsins gæti verið nokkuð fljótsaminn vegna EES samningsins. „En þetta eru nokkrir þungir kaflar og ég held að á svona rúmu ári þá ætti þetta að klárast," segir Björgvin. Hann telur að kynningarstarf gæti síðan tekið um það bil ár þar sem já og nei hreyfing myndu takast á. „Þannig að eftir 2 ár, svona einhvern tímann á árinu 2013, þá sé þessu öllu saman einhvern tímann lokið," segir Björgvin. Það yrði þá hægt að dagsetja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB einhvern tímann á því ári. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, á sæti í samninganefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Í grein í Fréttablaðinu í gær lýsti hann efasemdum um að hægt væri að klára samningaviðræðurnar með núverandi þingmeirihluta. Þessu er Björgvin ósammála. Björgvin segist þó skilja sjónarmið Þorsteins. Það sé óheppilegt þegar sífellt sé verið að ráðast á umsóknarferlið. Í Pressupistli sem Björgvin skrifaði í dag gagnýndi hann ummæli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Með lét hann fylgja hefðbundar staðhæfingar andstæðinga aðildar um aðlögunarferli í stað aðildarviðræðna og að borið væri fé á landsmenn til að liðka fyrir aðild," segir Björgvin í pistlinum. Slíkar staðhæfingar séu rangar, en þeim sé ætlað að gera ferlið tortryggilegt og spila á nótur þjóðernishyggjunnar. Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að hægt verði að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið á einu ári. Eiginlegar viðræður munu hefjast í júní en rýnivinnu vegna aðildarumræðunnar lauk á dögunum. „Gangi samningsviðræður ágætlega held ég að svona eftir ríflega ár geti samningur verið að koma heim," segir Björgvin G. Sigurðsson í samtali við Vísi. Björgvin á sæti í sameiginlegri þingmannanefnd fyrir ESB og Ísland. Hann segir að þar sé rætt um að þriðjungur samningsins gæti verið nokkuð fljótsaminn vegna EES samningsins. „En þetta eru nokkrir þungir kaflar og ég held að á svona rúmu ári þá ætti þetta að klárast," segir Björgvin. Hann telur að kynningarstarf gæti síðan tekið um það bil ár þar sem já og nei hreyfing myndu takast á. „Þannig að eftir 2 ár, svona einhvern tímann á árinu 2013, þá sé þessu öllu saman einhvern tímann lokið," segir Björgvin. Það yrði þá hægt að dagsetja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB einhvern tímann á því ári. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, á sæti í samninganefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Í grein í Fréttablaðinu í gær lýsti hann efasemdum um að hægt væri að klára samningaviðræðurnar með núverandi þingmeirihluta. Þessu er Björgvin ósammála. Björgvin segist þó skilja sjónarmið Þorsteins. Það sé óheppilegt þegar sífellt sé verið að ráðast á umsóknarferlið. Í Pressupistli sem Björgvin skrifaði í dag gagnýndi hann ummæli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Með lét hann fylgja hefðbundar staðhæfingar andstæðinga aðildar um aðlögunarferli í stað aðildarviðræðna og að borið væri fé á landsmenn til að liðka fyrir aðild," segir Björgvin í pistlinum. Slíkar staðhæfingar séu rangar, en þeim sé ætlað að gera ferlið tortryggilegt og spila á nótur þjóðernishyggjunnar.
Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira