Umfjöllun: Óskar bjargaði Grindavík Ari Erlingsson á Grindavíkurvelli skrifar 7. ágúst 2011 13:52 Mynd/Stefán Grindvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í blíðunni á Grindavíkurvelli. Heimamenn voru fyrir leikinn í 10 sæti með 12 stig en Blikar sæti ofar með fimmtán stig. Það var því vona á hörkuleik milli þeirra tveggja liða sem höfðu fengið flest mörk á sig í deildinni. Mörkin voru þó ekki mörg í kvöld. Eitt hjá hvoru liði og niðurstaðan því jafntefli. Blikarnir fengu óskabyrjun í leiknum þegar Kristinn Jónsson skoraði úr aukaspyrnu á tíundu mínútu. Glæsilegt mark hjá Kristni og eflaust eitt af mörkum sumarsins. Grindvíkingar voru arfaslakir í fyrri hálfleik og ógnuðu lítið sem ekkert marki Blika og í raun ótrúlegt að Íslandsmeistararnir hafi ekki refsað þeim enn frekar. Þeir komust nokkrum sinnum nærri og var Kristinn Steindórsson til að mynda óheppinn þegar skot hans úr aukaspyrnu hafnaði í stönginni. Grindvíkingar voru eins og áður er getið arfaslakir og áttu einungis eitt skot að marki allan fyrri hálfleikinn. Ólafur Bjarnason þjálfari Grindvíkinga hefur líklegast gargað hressilega á sína menn í leikhlénu. Hauki Inga Guðnasyni var skipt inn á og það virtist hleypa lífi í heimamenn. Þeir gulklæddu sýndu betri sóknartilþrif og tilþrifin voru svo sannarlega glæsileg á 58. mínútu þegar Scott Ramsay hamraði boltann í markið á frá fjærstöng eftir frábæra sendingu frá Alexander Magnússyni. Við markið færðist meira líf í leikinn og liðin sóttu til skiptis. Rafn Andri fékk dauðafæri auk þess sem Dylan Mcallister átti nokkra hættulega skalla að marki. Grindvíkingar áttu líka sín færi og það besta fékk Haukur Ingi Guðnason þegar hann virtist vera búinn að snúa Kára Ársælsson af sér inn í teig en Kári togaði í Hauk. Kristinn Jakobsson dómari dæmdi ekkert og voru Grindvíkingar virkilega ósáttir með þá ákvörðun. Undir lokinn fékk Rafn Andri sitt annað dauðfæri í leiknum en Óskar varði stórkostlega. Lokatölur 1-1. Ekki besti knattspyrnuleikur sumarsins en hann var spennandi og á köflum skemmtilegur. Óskar Pétursson var besti maður heimamanna ásamt Scott Ramsay. Ramsay hefur líklegast oft verið í betra líkamlegu formi en samt sem áður spilaði hann virkilega vel í kvöld og það var synd að meðspilarar hans skyldu oft ekki fylgja honum betur með þegar gerði sig líklegan til þess að skapa eitthvað fram á við. Hjá gestunum bar Kristinn Jónsson af. Dylan Macallister var einnig frískur í framherjastöðunni en því miður fyrir Blika kom lítið sem ekkert úr Kristni Steindórssyni og til þess að sóknarleikur Blika virki almennilega þarf að virkja hann.Grindavík – Breiðablik 1-1 0-1 Kristinn Jónsson (10.) 1-1 Scott Ramsay (58.)Dómari: Kristinn Jakobsson (6)Skot (á mark): 5–14 (2-6)Varin skot: Óskar 5 – Ingvar 1Hornspyrnur: 3–4Aukaspyrnur fengnar: 13–11Rangstöður: 4–1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira
Grindvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í blíðunni á Grindavíkurvelli. Heimamenn voru fyrir leikinn í 10 sæti með 12 stig en Blikar sæti ofar með fimmtán stig. Það var því vona á hörkuleik milli þeirra tveggja liða sem höfðu fengið flest mörk á sig í deildinni. Mörkin voru þó ekki mörg í kvöld. Eitt hjá hvoru liði og niðurstaðan því jafntefli. Blikarnir fengu óskabyrjun í leiknum þegar Kristinn Jónsson skoraði úr aukaspyrnu á tíundu mínútu. Glæsilegt mark hjá Kristni og eflaust eitt af mörkum sumarsins. Grindvíkingar voru arfaslakir í fyrri hálfleik og ógnuðu lítið sem ekkert marki Blika og í raun ótrúlegt að Íslandsmeistararnir hafi ekki refsað þeim enn frekar. Þeir komust nokkrum sinnum nærri og var Kristinn Steindórsson til að mynda óheppinn þegar skot hans úr aukaspyrnu hafnaði í stönginni. Grindvíkingar voru eins og áður er getið arfaslakir og áttu einungis eitt skot að marki allan fyrri hálfleikinn. Ólafur Bjarnason þjálfari Grindvíkinga hefur líklegast gargað hressilega á sína menn í leikhlénu. Hauki Inga Guðnasyni var skipt inn á og það virtist hleypa lífi í heimamenn. Þeir gulklæddu sýndu betri sóknartilþrif og tilþrifin voru svo sannarlega glæsileg á 58. mínútu þegar Scott Ramsay hamraði boltann í markið á frá fjærstöng eftir frábæra sendingu frá Alexander Magnússyni. Við markið færðist meira líf í leikinn og liðin sóttu til skiptis. Rafn Andri fékk dauðafæri auk þess sem Dylan Mcallister átti nokkra hættulega skalla að marki. Grindvíkingar áttu líka sín færi og það besta fékk Haukur Ingi Guðnason þegar hann virtist vera búinn að snúa Kára Ársælsson af sér inn í teig en Kári togaði í Hauk. Kristinn Jakobsson dómari dæmdi ekkert og voru Grindvíkingar virkilega ósáttir með þá ákvörðun. Undir lokinn fékk Rafn Andri sitt annað dauðfæri í leiknum en Óskar varði stórkostlega. Lokatölur 1-1. Ekki besti knattspyrnuleikur sumarsins en hann var spennandi og á köflum skemmtilegur. Óskar Pétursson var besti maður heimamanna ásamt Scott Ramsay. Ramsay hefur líklegast oft verið í betra líkamlegu formi en samt sem áður spilaði hann virkilega vel í kvöld og það var synd að meðspilarar hans skyldu oft ekki fylgja honum betur með þegar gerði sig líklegan til þess að skapa eitthvað fram á við. Hjá gestunum bar Kristinn Jónsson af. Dylan Macallister var einnig frískur í framherjastöðunni en því miður fyrir Blika kom lítið sem ekkert úr Kristni Steindórssyni og til þess að sóknarleikur Blika virki almennilega þarf að virkja hann.Grindavík – Breiðablik 1-1 0-1 Kristinn Jónsson (10.) 1-1 Scott Ramsay (58.)Dómari: Kristinn Jakobsson (6)Skot (á mark): 5–14 (2-6)Varin skot: Óskar 5 – Ingvar 1Hornspyrnur: 3–4Aukaspyrnur fengnar: 13–11Rangstöður: 4–1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira