Umfjöllun: Meistarabragur á sigri KR Guðmundur Marinó Ingvarsson á KR-velli skrifar 7. ágúst 2011 14:00 Mynd/Anton KR vann dramatískan 3-2 sigur á Víkingi á heimavelli sínum í kvöld og jók forskot sitt á ÍBV á toppi deildarinnar í fjögur stig en KR á auk þess leik til góða. Staða Víkings í botnbaráttunni versnar enn því liðið er nú fimm stigum á eftir Grindavík en spilamennska Víkings hefur batnað mikið í síðustu tveimur leikjum. KR-ingar nánast einokuðu boltann framan af leiknum og komust verðskuldað yfir á 23. mínútu en Víkingar svöruðu úr næstu sókn og sýndu að þeir voru komnir til að berjast á KR-völl. Leikurinn róaðist eftir markið en þegar 33 mínútur voru liðnar af leiknum fékk Guðmundur Reynir Gunnarsson rautt spjald fyrir glórulausa tveggja fóta tæklingu og KR því einum færri í klukkustund. Þrátt fyrir að vera einum færri sótti KR áfram af krafti og komst yfir á sjöttu mínútu seinni hálfleiks. Er leið á seinni hálfleik tóku leikmenn KR að þreytast og Víkingur sá meira og meira af boltanum og tókst að slá þögn á áhorfendur þegar Helgi Sigurðsson jafnaði metin þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Bæði lið reyndu að sækja sigurinn og fengu bæði færi til að skora. Víkingur var meira með boltann og KR beitti skyndisóknum. Þegar skammt var eftir höfðu KR-ingar safnað krafti til að pressa á Víking og úr síðustu sókn leiksins tryggði Kjartan Henry KR sigurinn og fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Óneitanlega meistarabragur á því hvernig KR landaði sigrinum einum færri gegn baráttuglöðu Víkingsliði sem hefði hæglega getað fengið meira út úr leiknum og þó KR hafi verið sterkari aðilinn lengst af. Víkingur er fimm stigum á eftir Grindavík og þarf að fara að sigra leiki ætli liðið ekki að falla en batamerki hefur verið á leik liðsins í síðustu tveimur leikjum og aldrei að vita nema Víkingur nái að gera fallbaráttuna spennandi undir lok tímabilsins.KR-Víkingur 3-2 1-0 Baldur Sigurðsson (23.) 1-1 Þorvaldur Sveinn Sveinsson (24.) 2-1 Kjartan Henry Finnbogason (51.) 2-2 Helgi Sigurðsson (71.) 3-2 Kjartan Henry Finnbogason (92.)Dómari: Magnús Þórisson (5)Skot (á mark): 11-10 (9-4)Varið: Hannes 2 – Magnús 5Hornspyrnur: 12-2Aukaspyrnur fengnar: 18-9Rangstöður: 2-1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
KR vann dramatískan 3-2 sigur á Víkingi á heimavelli sínum í kvöld og jók forskot sitt á ÍBV á toppi deildarinnar í fjögur stig en KR á auk þess leik til góða. Staða Víkings í botnbaráttunni versnar enn því liðið er nú fimm stigum á eftir Grindavík en spilamennska Víkings hefur batnað mikið í síðustu tveimur leikjum. KR-ingar nánast einokuðu boltann framan af leiknum og komust verðskuldað yfir á 23. mínútu en Víkingar svöruðu úr næstu sókn og sýndu að þeir voru komnir til að berjast á KR-völl. Leikurinn róaðist eftir markið en þegar 33 mínútur voru liðnar af leiknum fékk Guðmundur Reynir Gunnarsson rautt spjald fyrir glórulausa tveggja fóta tæklingu og KR því einum færri í klukkustund. Þrátt fyrir að vera einum færri sótti KR áfram af krafti og komst yfir á sjöttu mínútu seinni hálfleiks. Er leið á seinni hálfleik tóku leikmenn KR að þreytast og Víkingur sá meira og meira af boltanum og tókst að slá þögn á áhorfendur þegar Helgi Sigurðsson jafnaði metin þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Bæði lið reyndu að sækja sigurinn og fengu bæði færi til að skora. Víkingur var meira með boltann og KR beitti skyndisóknum. Þegar skammt var eftir höfðu KR-ingar safnað krafti til að pressa á Víking og úr síðustu sókn leiksins tryggði Kjartan Henry KR sigurinn og fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Óneitanlega meistarabragur á því hvernig KR landaði sigrinum einum færri gegn baráttuglöðu Víkingsliði sem hefði hæglega getað fengið meira út úr leiknum og þó KR hafi verið sterkari aðilinn lengst af. Víkingur er fimm stigum á eftir Grindavík og þarf að fara að sigra leiki ætli liðið ekki að falla en batamerki hefur verið á leik liðsins í síðustu tveimur leikjum og aldrei að vita nema Víkingur nái að gera fallbaráttuna spennandi undir lok tímabilsins.KR-Víkingur 3-2 1-0 Baldur Sigurðsson (23.) 1-1 Þorvaldur Sveinn Sveinsson (24.) 2-1 Kjartan Henry Finnbogason (51.) 2-2 Helgi Sigurðsson (71.) 3-2 Kjartan Henry Finnbogason (92.)Dómari: Magnús Þórisson (5)Skot (á mark): 11-10 (9-4)Varið: Hannes 2 – Magnús 5Hornspyrnur: 12-2Aukaspyrnur fengnar: 18-9Rangstöður: 2-1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira