Erlent

Yfir 300 látnir

Tala látinna fer hækkandi eftir að skýstrokkar fóru yfir suðurríki Bandaríkjanna í síðustu viku.

Alls hafa 340 látið lífið í hamförunum og varð Alabama einna verst úti, en þar fórust 248 manns í óveðrinu. Um tvö hundruð skýstrokkar fóru yfir sex fylki í Suður-Bandaríkjunum og er eyðileggingin gríðarleg.

Björgunarsveitir og hermenn leita enn að fórnarlömbum sem gætu verið föst í húsarústum. Um milljón heimili á svæðinu eru enn án rafmagns. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, heimsótti hamfarasvæðið í gær. - sm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×