Búið er að finna annan af tveimur flugritum Air France farþegaþotu af gerðinni Airbus 330 sem fórst í Atlantshafi árið 2009.
Þotan var að fljúga frá Rio de Janeiro í Brasilíu til Parísar í Frakklandi þegar hún fórst. 228 voru um borð og létust þeir allir. Flak hennar fannst fyrir mánuði síðan á miklu dýpi undan ströndum Brasilíu.
Í yfirlýsingu frá frönsku slysarannsóknarstofnuninni segir að flugritinn sé heill en hans hafði verið leitað frá því að flak þotunnar fannst.
