Skrímsli eru til rétt eins og dýrlingar 17. ágúst 2011 07:15 Ignacio López Moreno er nú langt kominn með myndskreytinguna sem hylur veggi Skrímslasetursins á Bíldudal. mynd/maría Skrímslasetrið á Bíldudal hefur tekið nokkrum stakkaskiptum síðustu daga. Þó að enn dúsi sömu skrímslin innan veggja eru nú önnur komin utan á safnið. Sá sem hefur laðað þessa vætti á veggina er þó enginn heimamaður, og þó. Þarna er að verki spænski myndlistarmaðurinn Ignacio López Moreno, sem jafnframt er prófessor við Háskólann í Murcia. „Þetta er í raun þakkarvottur minn til Bílddælinga, sem hafa tekið mér og konu minni af þvílíkum hlýhug að ég er farinn að kvíða fyrir brottför,“ segir Moreno. „Ég kom hingað í fyrravetur með rannsóknarstyrk upp á vasann og var þá hjálpað á allra handa máta. Þá dvaldi ég líka á Ísafirði og svo í Reykjavík. Síðan fór ég til Spánar og lauk doktorsritgerð minni en Íslandsdvölin setti mark sitt á hana.“ Það væsti ekki um hann hér á norðurhjara um miðjan vetur. „Nei, í raun var veturinn mun veðursælli en ég átti von á en þó er það hlýhugur Íslendinga sem kom mér mest á óvart. Sem dæmi um þetta get ég sagt að þegar ég kom aftur til Bíldudals nú í júlí var mér tekið eins og hverjum öðrum Bílddælingi sem væri kominn heim úr langri kaupstaðaferð.“ Skrímslaátrúnaður Bílddælinga kemur þó spænska fræðimanninum ekki spánskt fyrir sjónir. „Nei, í raun ekki. Mér sýnist að á Íslandi gegni skrímsli, tröll og aðrir vættir svipuðu hlutverki og dýrlingarnir á Spáni. Öll þessi fyrirbæri eiga það sameiginlegt að þau sameina fólkið á ákveðnum svæðum undir ákveðnum formerkjum. Þannig eru skrímsli vissulega til að sama leyti og dýrlingurinn sem heiðraður er á þorpshátíðinni í mínu þorpi.“ Ekki ætlar Moreno að skilja öll skrímslin eftir fyrir vestan því hann ætlar að kynna þessi fyrirbæri fyrir fræðimönnum á sérstakri ráðstefnu í háskólanum Complutense í Madríd í október. „Þessi ráðstefna fjallar um skapandi borgir, Bíldudalur getur seint kallast borg en það skortir hvorki á sköpunargáfuna né sköpunargleðina. Ég vona bara að áheyrendur taki erindi mínu með opnum huga, það er kannski ekki hlaupið að því að tala um skrímsli á akademískum vettvangi eins og hver annar Gunnar væri. Vonandi fá þeir ekki á tilfinninguna að ég hafi gengið af göflunum hér á norðurhjara.“ jse@frettabladid.is Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Skrímslasetrið á Bíldudal hefur tekið nokkrum stakkaskiptum síðustu daga. Þó að enn dúsi sömu skrímslin innan veggja eru nú önnur komin utan á safnið. Sá sem hefur laðað þessa vætti á veggina er þó enginn heimamaður, og þó. Þarna er að verki spænski myndlistarmaðurinn Ignacio López Moreno, sem jafnframt er prófessor við Háskólann í Murcia. „Þetta er í raun þakkarvottur minn til Bílddælinga, sem hafa tekið mér og konu minni af þvílíkum hlýhug að ég er farinn að kvíða fyrir brottför,“ segir Moreno. „Ég kom hingað í fyrravetur með rannsóknarstyrk upp á vasann og var þá hjálpað á allra handa máta. Þá dvaldi ég líka á Ísafirði og svo í Reykjavík. Síðan fór ég til Spánar og lauk doktorsritgerð minni en Íslandsdvölin setti mark sitt á hana.“ Það væsti ekki um hann hér á norðurhjara um miðjan vetur. „Nei, í raun var veturinn mun veðursælli en ég átti von á en þó er það hlýhugur Íslendinga sem kom mér mest á óvart. Sem dæmi um þetta get ég sagt að þegar ég kom aftur til Bíldudals nú í júlí var mér tekið eins og hverjum öðrum Bílddælingi sem væri kominn heim úr langri kaupstaðaferð.“ Skrímslaátrúnaður Bílddælinga kemur þó spænska fræðimanninum ekki spánskt fyrir sjónir. „Nei, í raun ekki. Mér sýnist að á Íslandi gegni skrímsli, tröll og aðrir vættir svipuðu hlutverki og dýrlingarnir á Spáni. Öll þessi fyrirbæri eiga það sameiginlegt að þau sameina fólkið á ákveðnum svæðum undir ákveðnum formerkjum. Þannig eru skrímsli vissulega til að sama leyti og dýrlingurinn sem heiðraður er á þorpshátíðinni í mínu þorpi.“ Ekki ætlar Moreno að skilja öll skrímslin eftir fyrir vestan því hann ætlar að kynna þessi fyrirbæri fyrir fræðimönnum á sérstakri ráðstefnu í háskólanum Complutense í Madríd í október. „Þessi ráðstefna fjallar um skapandi borgir, Bíldudalur getur seint kallast borg en það skortir hvorki á sköpunargáfuna né sköpunargleðina. Ég vona bara að áheyrendur taki erindi mínu með opnum huga, það er kannski ekki hlaupið að því að tala um skrímsli á akademískum vettvangi eins og hver annar Gunnar væri. Vonandi fá þeir ekki á tilfinninguna að ég hafi gengið af göflunum hér á norðurhjara.“ jse@frettabladid.is
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira