Seðlabankinn spáir auknum hagvexti 17. ágúst 2011 19:00 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Mynd/Pjetur Stýrivaxtahækkun Seðlabankans byggir meðal annars á hagspá bankans, en þar er gert ráð fyrir kröftugri eftirspurn í hagkerfinu í ár en áður. Verðbólga gæti náð 7 prósentum og verið yfir markmiði bankans allt fram til ársins 2013. Nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans var kynnt samhliða stýrivaxtahækkuninni í dag, en þar er uppfærð spá bankans um horfur í efnahagslífinu. Bankinn gerir nú ráð fyrir 2,8 prósenta hagvexti á þessu ári, sem er hálfu prósenti sterkari hagvöxtur en bankinn gerði ráð fyrir í síðustu spá. „Fyrst og fremst erum við með endurmat á einkaneysluþróuninni," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans þegar hann er spurður að því hvað drífi hagvöxtinn áfram í spám bankans. „Allar leiðandi vísbendingar eins og kortavelta gefa til kynna að einkaneysluvöxturinn á öðrum fjórðungi hafi verið töluvert sterkur; hátt í sjö prósent á milli ára. Það gerir það að verkum að einkaneysluþróunin á þessu ári er sterkari en við spáðum áður, og það eykur hagvöxtinn." Þórarinn segir að könnun á fjárfestingaráformum fyrirtækja fyrir utan stóriðju bendi einnig til að meiri kraftur verði í fjárfestingunni en gert var ráð fyrir í síðustu spá, auk þess sem ríkisútgjöld dragist minna saman. En þessir þættir eru ekki þeir einu sem hafa farið fram úr spám bankans, því verðbólgan hefur verið mikil, og mælist nú fimm prósent, eða tvöfalt á við verðbólgumarkmið bankans. Þórarinn segir áfram horfur um verðbólgu, meðal annars vegna kjarasamninga sem fóru langt fram úr spám bankans, auk þess sem olíu- og húsnæðisverð hafi risið. Hann segir að þetta sé áhyggjuefni. „Allt þetta leggst saman svo verðbólgan rýkur töluvert hratt upp, þrátt fyrir einhvern slaka í þjóðarbúskapnum," segir Þórarinn. „Við gerum ráð fyrir því að hún nái hámarki á fyrsta fjórðungi næsta árs, hátt í sjö prósent, og jafnvel hærra en það innan fjórðungsins. Þegar líður á næsta ár spáum við því að hún taki að hjaðna á ný, en það byggir auðvitað á forsendum sem gætu breyst." Þórarinn segir að atvinnuleysi hafi lækkað hraðar en bankinn spáði fyrir um, en samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru um 6,6 prósent vinnuaflsins atvinnulaus í júlí. Seðlabankinn spáir því að það lækki áfram og verði rétt yfir sex prósentum á seinni hluta ársins og um sex prósent fram á mitt ár 2013. „Hagvöxturinn á næsta ári dugir ekki til að atvinnuleysið lækki umfram það. En 2013 verður hagvöxturinn meiri, fjárfestingarþunginn vex og þá lækkar atvinnuleysið áfram niður í um fjögur prósent," segir Þórarinn. Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur lýst áhyggjum af því að íslensk fyrirtæki hafi hamstrað vinnuafl í kreppunni, og því gæti atvinnuleysi áfram verið mikið þrátt fyrir hagvöxt. Aðspurður hvort Seðlabankinn hafi engar áhyggjur af því að hagvöxturinn fari á endanum á blússandi ferð án þess að störfum fjölgi neitt segir Þórarinn „Það er í raun og veru það sem felst í okkar spám. Atvinnan er að vaxa nokkuð hægar en hagvöxturinn. Fyrirtækin eru núna í efnahagsbatanum að nota það vinnuafl sem þau eru með og lengja vinnutímann, í stað þess að ráða nýtt fólk. Við deilum þessum skoðunum með OECD." Hægt er að sjá ítarlegt viðtal við Þórarinn með fréttinni. Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Stýrivaxtahækkun Seðlabankans byggir meðal annars á hagspá bankans, en þar er gert ráð fyrir kröftugri eftirspurn í hagkerfinu í ár en áður. Verðbólga gæti náð 7 prósentum og verið yfir markmiði bankans allt fram til ársins 2013. Nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans var kynnt samhliða stýrivaxtahækkuninni í dag, en þar er uppfærð spá bankans um horfur í efnahagslífinu. Bankinn gerir nú ráð fyrir 2,8 prósenta hagvexti á þessu ári, sem er hálfu prósenti sterkari hagvöxtur en bankinn gerði ráð fyrir í síðustu spá. „Fyrst og fremst erum við með endurmat á einkaneysluþróuninni," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans þegar hann er spurður að því hvað drífi hagvöxtinn áfram í spám bankans. „Allar leiðandi vísbendingar eins og kortavelta gefa til kynna að einkaneysluvöxturinn á öðrum fjórðungi hafi verið töluvert sterkur; hátt í sjö prósent á milli ára. Það gerir það að verkum að einkaneysluþróunin á þessu ári er sterkari en við spáðum áður, og það eykur hagvöxtinn." Þórarinn segir að könnun á fjárfestingaráformum fyrirtækja fyrir utan stóriðju bendi einnig til að meiri kraftur verði í fjárfestingunni en gert var ráð fyrir í síðustu spá, auk þess sem ríkisútgjöld dragist minna saman. En þessir þættir eru ekki þeir einu sem hafa farið fram úr spám bankans, því verðbólgan hefur verið mikil, og mælist nú fimm prósent, eða tvöfalt á við verðbólgumarkmið bankans. Þórarinn segir áfram horfur um verðbólgu, meðal annars vegna kjarasamninga sem fóru langt fram úr spám bankans, auk þess sem olíu- og húsnæðisverð hafi risið. Hann segir að þetta sé áhyggjuefni. „Allt þetta leggst saman svo verðbólgan rýkur töluvert hratt upp, þrátt fyrir einhvern slaka í þjóðarbúskapnum," segir Þórarinn. „Við gerum ráð fyrir því að hún nái hámarki á fyrsta fjórðungi næsta árs, hátt í sjö prósent, og jafnvel hærra en það innan fjórðungsins. Þegar líður á næsta ár spáum við því að hún taki að hjaðna á ný, en það byggir auðvitað á forsendum sem gætu breyst." Þórarinn segir að atvinnuleysi hafi lækkað hraðar en bankinn spáði fyrir um, en samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru um 6,6 prósent vinnuaflsins atvinnulaus í júlí. Seðlabankinn spáir því að það lækki áfram og verði rétt yfir sex prósentum á seinni hluta ársins og um sex prósent fram á mitt ár 2013. „Hagvöxturinn á næsta ári dugir ekki til að atvinnuleysið lækki umfram það. En 2013 verður hagvöxturinn meiri, fjárfestingarþunginn vex og þá lækkar atvinnuleysið áfram niður í um fjögur prósent," segir Þórarinn. Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur lýst áhyggjum af því að íslensk fyrirtæki hafi hamstrað vinnuafl í kreppunni, og því gæti atvinnuleysi áfram verið mikið þrátt fyrir hagvöxt. Aðspurður hvort Seðlabankinn hafi engar áhyggjur af því að hagvöxturinn fari á endanum á blússandi ferð án þess að störfum fjölgi neitt segir Þórarinn „Það er í raun og veru það sem felst í okkar spám. Atvinnan er að vaxa nokkuð hægar en hagvöxturinn. Fyrirtækin eru núna í efnahagsbatanum að nota það vinnuafl sem þau eru með og lengja vinnutímann, í stað þess að ráða nýtt fólk. Við deilum þessum skoðunum með OECD." Hægt er að sjá ítarlegt viðtal við Þórarinn með fréttinni.
Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira