Seðlabankinn spáir auknum hagvexti 17. ágúst 2011 19:00 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Mynd/Pjetur Stýrivaxtahækkun Seðlabankans byggir meðal annars á hagspá bankans, en þar er gert ráð fyrir kröftugri eftirspurn í hagkerfinu í ár en áður. Verðbólga gæti náð 7 prósentum og verið yfir markmiði bankans allt fram til ársins 2013. Nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans var kynnt samhliða stýrivaxtahækkuninni í dag, en þar er uppfærð spá bankans um horfur í efnahagslífinu. Bankinn gerir nú ráð fyrir 2,8 prósenta hagvexti á þessu ári, sem er hálfu prósenti sterkari hagvöxtur en bankinn gerði ráð fyrir í síðustu spá. „Fyrst og fremst erum við með endurmat á einkaneysluþróuninni," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans þegar hann er spurður að því hvað drífi hagvöxtinn áfram í spám bankans. „Allar leiðandi vísbendingar eins og kortavelta gefa til kynna að einkaneysluvöxturinn á öðrum fjórðungi hafi verið töluvert sterkur; hátt í sjö prósent á milli ára. Það gerir það að verkum að einkaneysluþróunin á þessu ári er sterkari en við spáðum áður, og það eykur hagvöxtinn." Þórarinn segir að könnun á fjárfestingaráformum fyrirtækja fyrir utan stóriðju bendi einnig til að meiri kraftur verði í fjárfestingunni en gert var ráð fyrir í síðustu spá, auk þess sem ríkisútgjöld dragist minna saman. En þessir þættir eru ekki þeir einu sem hafa farið fram úr spám bankans, því verðbólgan hefur verið mikil, og mælist nú fimm prósent, eða tvöfalt á við verðbólgumarkmið bankans. Þórarinn segir áfram horfur um verðbólgu, meðal annars vegna kjarasamninga sem fóru langt fram úr spám bankans, auk þess sem olíu- og húsnæðisverð hafi risið. Hann segir að þetta sé áhyggjuefni. „Allt þetta leggst saman svo verðbólgan rýkur töluvert hratt upp, þrátt fyrir einhvern slaka í þjóðarbúskapnum," segir Þórarinn. „Við gerum ráð fyrir því að hún nái hámarki á fyrsta fjórðungi næsta árs, hátt í sjö prósent, og jafnvel hærra en það innan fjórðungsins. Þegar líður á næsta ár spáum við því að hún taki að hjaðna á ný, en það byggir auðvitað á forsendum sem gætu breyst." Þórarinn segir að atvinnuleysi hafi lækkað hraðar en bankinn spáði fyrir um, en samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru um 6,6 prósent vinnuaflsins atvinnulaus í júlí. Seðlabankinn spáir því að það lækki áfram og verði rétt yfir sex prósentum á seinni hluta ársins og um sex prósent fram á mitt ár 2013. „Hagvöxturinn á næsta ári dugir ekki til að atvinnuleysið lækki umfram það. En 2013 verður hagvöxturinn meiri, fjárfestingarþunginn vex og þá lækkar atvinnuleysið áfram niður í um fjögur prósent," segir Þórarinn. Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur lýst áhyggjum af því að íslensk fyrirtæki hafi hamstrað vinnuafl í kreppunni, og því gæti atvinnuleysi áfram verið mikið þrátt fyrir hagvöxt. Aðspurður hvort Seðlabankinn hafi engar áhyggjur af því að hagvöxturinn fari á endanum á blússandi ferð án þess að störfum fjölgi neitt segir Þórarinn „Það er í raun og veru það sem felst í okkar spám. Atvinnan er að vaxa nokkuð hægar en hagvöxturinn. Fyrirtækin eru núna í efnahagsbatanum að nota það vinnuafl sem þau eru með og lengja vinnutímann, í stað þess að ráða nýtt fólk. Við deilum þessum skoðunum með OECD." Hægt er að sjá ítarlegt viðtal við Þórarinn með fréttinni. Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira
Stýrivaxtahækkun Seðlabankans byggir meðal annars á hagspá bankans, en þar er gert ráð fyrir kröftugri eftirspurn í hagkerfinu í ár en áður. Verðbólga gæti náð 7 prósentum og verið yfir markmiði bankans allt fram til ársins 2013. Nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans var kynnt samhliða stýrivaxtahækkuninni í dag, en þar er uppfærð spá bankans um horfur í efnahagslífinu. Bankinn gerir nú ráð fyrir 2,8 prósenta hagvexti á þessu ári, sem er hálfu prósenti sterkari hagvöxtur en bankinn gerði ráð fyrir í síðustu spá. „Fyrst og fremst erum við með endurmat á einkaneysluþróuninni," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans þegar hann er spurður að því hvað drífi hagvöxtinn áfram í spám bankans. „Allar leiðandi vísbendingar eins og kortavelta gefa til kynna að einkaneysluvöxturinn á öðrum fjórðungi hafi verið töluvert sterkur; hátt í sjö prósent á milli ára. Það gerir það að verkum að einkaneysluþróunin á þessu ári er sterkari en við spáðum áður, og það eykur hagvöxtinn." Þórarinn segir að könnun á fjárfestingaráformum fyrirtækja fyrir utan stóriðju bendi einnig til að meiri kraftur verði í fjárfestingunni en gert var ráð fyrir í síðustu spá, auk þess sem ríkisútgjöld dragist minna saman. En þessir þættir eru ekki þeir einu sem hafa farið fram úr spám bankans, því verðbólgan hefur verið mikil, og mælist nú fimm prósent, eða tvöfalt á við verðbólgumarkmið bankans. Þórarinn segir áfram horfur um verðbólgu, meðal annars vegna kjarasamninga sem fóru langt fram úr spám bankans, auk þess sem olíu- og húsnæðisverð hafi risið. Hann segir að þetta sé áhyggjuefni. „Allt þetta leggst saman svo verðbólgan rýkur töluvert hratt upp, þrátt fyrir einhvern slaka í þjóðarbúskapnum," segir Þórarinn. „Við gerum ráð fyrir því að hún nái hámarki á fyrsta fjórðungi næsta árs, hátt í sjö prósent, og jafnvel hærra en það innan fjórðungsins. Þegar líður á næsta ár spáum við því að hún taki að hjaðna á ný, en það byggir auðvitað á forsendum sem gætu breyst." Þórarinn segir að atvinnuleysi hafi lækkað hraðar en bankinn spáði fyrir um, en samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru um 6,6 prósent vinnuaflsins atvinnulaus í júlí. Seðlabankinn spáir því að það lækki áfram og verði rétt yfir sex prósentum á seinni hluta ársins og um sex prósent fram á mitt ár 2013. „Hagvöxturinn á næsta ári dugir ekki til að atvinnuleysið lækki umfram það. En 2013 verður hagvöxturinn meiri, fjárfestingarþunginn vex og þá lækkar atvinnuleysið áfram niður í um fjögur prósent," segir Þórarinn. Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur lýst áhyggjum af því að íslensk fyrirtæki hafi hamstrað vinnuafl í kreppunni, og því gæti atvinnuleysi áfram verið mikið þrátt fyrir hagvöxt. Aðspurður hvort Seðlabankinn hafi engar áhyggjur af því að hagvöxturinn fari á endanum á blússandi ferð án þess að störfum fjölgi neitt segir Þórarinn „Það er í raun og veru það sem felst í okkar spám. Atvinnan er að vaxa nokkuð hægar en hagvöxturinn. Fyrirtækin eru núna í efnahagsbatanum að nota það vinnuafl sem þau eru með og lengja vinnutímann, í stað þess að ráða nýtt fólk. Við deilum þessum skoðunum með OECD." Hægt er að sjá ítarlegt viðtal við Þórarinn með fréttinni.
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira