Erlent

Lágmarkslaun samþykkt í Hong Kong

Frá Hong Kong.
Frá Hong Kong.
Búið er að samþykkja lágmarkslaun í Hong Kong samkvæmt breska ríkisútvarpinu en samkvæmt því verða lágmarkslaunin rétt tæplega fimmhundruð krónur á tímann.

Um er að ræða talsverðan sigur fyrir verkamenn lágt launað fólk í Hong Kong sem hafa ekki notið slíkra réttinda áður. Atvinnurekendur eru hinsvegar ósáttir og vilja meina að smærri fyrirtæki þurfi að segja upp starfsfólki vegna þessa.

Sumir atvinnurekendur hafa brugðist við með því að endurráða starfsfólk og gera við það óhagstæðari samninga til þess að komast hjá þeim að borga lágmarkslaunin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×