Forseti ASÍ: Við viljum sjá vor, vor hins vinnandi manns 1. maí 2011 15:29 Gylfi Arnbjörnsson. „Þetta er sá frostavetur sem íslenskt launafólk hefur gengið í gegnum og þetta er sá frostavetur sem við viljum sjá ljúka – við viljum sjá vor, vor hins vinnandi manns,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni á verkalýðsdeginum á Akureyri. Gylfi sagði að öflugt velferðarsamfélag yrði aðeins reist á trúverðugum og varanlegum efnahagslegum stöðugleika og uppbyggingu. Svo bætti hann við: „Þann stöðugleika og trúverðugleika sem okkur vantar svo sárlega nú, höfum við einstætt tækifæri til að ná með því að ljúka viðræðum okkar við Evrópusambandið um aðild, þar sem við stöndum fast á samningsmarkmiðum okkar í sjávarútvegi, landbúnaði og byggðamálum og stefnum að upptöku evru í framhaldi af því.“ Hann sagði þetta vera stórar, og fyrir marga, þungbærar ákvarðanir. Gylfi sagðist jafnframt gera sér grein fyrir að skiptar skoðanir væru um málið í ASÍ. „En aðal atriðið er að þjóðin sjálf fái að taka afstöðu til þeirra í þjóðaatkvæðagreiðslu byggt á hagsmunamati á skýrri samningsniðurstöðu en ekki afstöðu þingmanna á grundvelli krafna sérhagsmunahópa. Höfum það hugfast, að til að móta nýtt samfélag sem verði reist á öðrum og traustari forsendum en áður giltu, verðum við að hafa kjark til þess að breyta til og tíminn til slíkra ákvarðana er nú, en ekki seinna, því það kann að verða of seint! “ sagði hann svo. Þá vék Gylfi einnig orðum sínum að Samtökum Atvinnulífsins líkt og varaforseti ASÍ gerði í ræðu sinni á Austurvelli. „Ljóst er að til þess að rjúfa þessa kyrrstöðu og gíslatöku LÍÚ og SA þarf verkalýðshreyfingin að sameinast og bregðast hart við og það gerum við einungis með því að leita til félagsmanna okkar um heimild til verkfalla. Til þess erum við treg því samfélagslegur kostnaður verkfalla er mikill og mikil ábyrgð sem fylgir notkun þeirra. Það er hins vegar búið að stilla okkur upp við vegg og við eigum engra annara kosta völ en að grípa til verkfallsvopnssins. Ekki einungis er langlundargeð okkar gagnvart atvinnurekendum þrotið, það er búið að misbjóða íslensku launafólki herfilega með því að taka kjarabætur þess í gíslingu við þessar aðstæður.“ Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
„Þetta er sá frostavetur sem íslenskt launafólk hefur gengið í gegnum og þetta er sá frostavetur sem við viljum sjá ljúka – við viljum sjá vor, vor hins vinnandi manns,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni á verkalýðsdeginum á Akureyri. Gylfi sagði að öflugt velferðarsamfélag yrði aðeins reist á trúverðugum og varanlegum efnahagslegum stöðugleika og uppbyggingu. Svo bætti hann við: „Þann stöðugleika og trúverðugleika sem okkur vantar svo sárlega nú, höfum við einstætt tækifæri til að ná með því að ljúka viðræðum okkar við Evrópusambandið um aðild, þar sem við stöndum fast á samningsmarkmiðum okkar í sjávarútvegi, landbúnaði og byggðamálum og stefnum að upptöku evru í framhaldi af því.“ Hann sagði þetta vera stórar, og fyrir marga, þungbærar ákvarðanir. Gylfi sagðist jafnframt gera sér grein fyrir að skiptar skoðanir væru um málið í ASÍ. „En aðal atriðið er að þjóðin sjálf fái að taka afstöðu til þeirra í þjóðaatkvæðagreiðslu byggt á hagsmunamati á skýrri samningsniðurstöðu en ekki afstöðu þingmanna á grundvelli krafna sérhagsmunahópa. Höfum það hugfast, að til að móta nýtt samfélag sem verði reist á öðrum og traustari forsendum en áður giltu, verðum við að hafa kjark til þess að breyta til og tíminn til slíkra ákvarðana er nú, en ekki seinna, því það kann að verða of seint! “ sagði hann svo. Þá vék Gylfi einnig orðum sínum að Samtökum Atvinnulífsins líkt og varaforseti ASÍ gerði í ræðu sinni á Austurvelli. „Ljóst er að til þess að rjúfa þessa kyrrstöðu og gíslatöku LÍÚ og SA þarf verkalýðshreyfingin að sameinast og bregðast hart við og það gerum við einungis með því að leita til félagsmanna okkar um heimild til verkfalla. Til þess erum við treg því samfélagslegur kostnaður verkfalla er mikill og mikil ábyrgð sem fylgir notkun þeirra. Það er hins vegar búið að stilla okkur upp við vegg og við eigum engra annara kosta völ en að grípa til verkfallsvopnssins. Ekki einungis er langlundargeð okkar gagnvart atvinnurekendum þrotið, það er búið að misbjóða íslensku launafólki herfilega með því að taka kjarabætur þess í gíslingu við þessar aðstæður.“
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira