Erlent

Hinn grunaði handtekinn

Anna Politkovskaja
Anna Politkovskaja
Rustam Makhmudov, maðurinn sem grunaður er um að hafa árið 2006 myrt rússnesku blaðakonuna Önnu Politkovsköju, var handtekinn í Téténíu í gær.

 

Rússnesk stjórnvöld hafa þó ekki látið neitt uppi um það, hver gæti hugsanlega hafa fengið hann til að fremja þetta morð. Makhmudov hafði verið í felum í Belgíu, en fór þaðan til ættingja sinna í Téténíu eftir að hringurinn um hann tók að þrengjast þar.

 

Þrír menn, þar á meðal tveir bræður Makhmudovs, voru handteknir fyrir aðild að morðinu. Þeir voru sýknaðir árið 2009 en hæstiréttur hefur ógilt þann úrskurð og sent málið aftur til saksóknara.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×