Enski boltinn

Reina: Ég vildi aldrei fara frá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pepe Reina.
Pepe Reina. Nordic Photos / Getty Images
Pepe Reina, markvörður Liverpool, segir að hann hafi aldrei íhugað að fara frá félaginu eins og margoft hefur verið gefið í skyn í enskum fjölmiðlum.

Reina var sagður óánægður á meðan að liðinu gekk illa í haust og var til að mynda orðaður við Arsenal og Manchester United.

„Ég er ánægður hjá Liverpool,“ sagði hann í samtali við spænska fjölmiðla. „Okkur gekk vel á síðari hluta tímabilsins en verðum að halda áfram á þeirri braut.“

„Ég er mjög ánægður og það er fjölskylda mín líka. Ég vildi aldrei fara frá félaginu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×