Erlent

Barnaframleiðsla upprætt í Nígeríu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Talið er að um 10 börn séu seld á dag í Nígeríu. Mynd/ Getty.
Talið er að um 10 börn séu seld á dag í Nígeríu. Mynd/ Getty.
Lögreglan í Nígeríu hefur upprætt svokallaða barnaframleiðslu, sem starfrækt var á The Cross Foundation spítalanum í borginni Abia þar í landi. Alls voru 32 ófrískum konum bjargað þaðan. Lögreglustjórinn í Abia segir að stúlkum á aldrinum 15-17 ára hafi verið haldið þar og þær neyddar til að eignast börn. Börnin voru svo ýmist seld til að hægt væri að nota þau við nornagaldur, eða þau ættleidd.

Forsvarsmaður spítalans neitar því að hann reki barnaframleiðslu. Hann kveðst reka stofnun sem hjálpar unglingum sem hafa orðið þungaðar löngu áður en það er tímabært.

Sameinuðu þjóðirnar telja að hið minnsta 10 börn séu seld í Nígeríu á hverjum degi. Þar er mansal talið vera þriðji algengasti glæpurinn á eftir efnahagsbrotum og fíkniefnasmygli.

Naptip heita nígerísk samtök sem berjast gegn mansali. Þau segja að börn séu seld fyrir allt að 6400 bandaríkjadali. Það eru um 700 þúsund íslenskar krónur. Meira fæst fyrir drengi en telpur.

Sumsstaðar í Nígeríu eru börn drepin í svokölluðum nornagaldri vegna þess að fólk telur að það geri galdrana magnaðri. En börnin eru líka seld til ættleiðingar.

BBC segir að það liggi 14 ára fangelsi við því að selja börn í Nígeríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×