Erlent

Greinir á um landamærin

Benjamin Netanjahú og Barack Obama
Forsætisráðherra Ísraels hitti Bandaríkjaforseta í Washington.
fréttablaðið/AP
Benjamin Netanjahú og Barack Obama Forsætisráðherra Ísraels hitti Bandaríkjaforseta í Washington. fréttablaðið/AP
Benjamin Netanjahú segir að leiðtogar Palestínumanna, og á þá við leiðtoga Fatah á Vesturbakkanum, verði að velja á milli þess að semja um frið við Ísrael eða sættast við Hamas.

Þetta sagði hann eftir að hafa rætt góða stund við Barack Obama Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu. Daginn áður hafði Obama lýst yfir stuðningi við landamærakröfur Palestínumanna, en Netanjahú vísar þeim kröfum algerlega á bug.

Sjaldgæft er að bandaríska og ísraelska ráðamenn greini jafn mikið á um málefni Ísraels og Palestínumanna, en Obama sagði ágreining þeirra vera ágreining milli vina. Þeir komu brosandi út af fundinum og sögðust hafa rætt málin í bróðerni.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×