Innlent

Fékk aðsvif og klessti á

Hveragerði
Hveragerði
Ökumaður fólksbíls slapp án meiðsla þegar hann fékk aðsvif og klessti aftan á kyrrstæðan bíl í Hveragerði nú síðdegis.

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi var ökumaðurinn fluttur á sjúkrahús til skoðunar en hann er ekki mikið slasaður. Báðir bílarnir skemmdust talsvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×