Forréttindi fyrir listamann 20. maí 2011 06:00 Kristín Gunnlaugsdóttir fór yfir allt höfundarverk sitt fyrir útgáfuna og rakst þar á ýmis atriði sem henni hafði yfirsést áður og fann kosti í því sem hún áður leit á sem galla. Fréttablaðið/GVA Út er komin bókin Undir rós, yfirlitsrit yfir feril Kristínar Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu. Kristín segir það hafa verið endurnýjandi að vinna bókina og segist sjá höfundarverk sitt í öðru ljósi. Yfirlitsritið Undir rós geymir verk eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu frá árunum 1987 til 2011. Þar er að finna íkona, olíumálverk, eggtemperur og veggteppi, svo fátt eitt sé nefnt. Frumkvæði að bókinni áttu Gunnlaugur Sigfússon hjá útgáfufélaginu Eyju, og Páll Valsson, ritstjóri bókarinnar. „Þeir komu að máli við mig og spurðu hvort það væri ekki kominn tími til að gefa út yfirlitsrit yfir verk mín og ég sló til." Að sjá það sem manni yfirsástUm 400 verk liggja eftir Kristínu og í hönd fór mikil vinna við að fara yfir verkin og flokka þau sem áttu erindi í bókina og þau sem áttu það ekki. Kristín segir það ferli hafa tekið mikið á en um leið verið mjög gefandi og endurnýjandi. „Þegar maður fer svona yfir allt sem maður hefur gert greinir maður mjög skýrt ákveðin tímabil hjá sjálfum sér. Ég rakst á ýmsa kosti og galla, en einna merkilegasta var að rekast á kosti sem maður hélt eitt sinn að væru gallar og öfugt. Ég gat með þessu móti endurmetið allan ferilinn, sem er mjög dýrmætt fyrir listamenn. Ég er mjög sátt við margt í bókinni, ekki síst að koma auga á ýmislegt sem mér yfirsást á sínum tíma. Það var til dæmis merkilegt að uppgötva að myndir sem útheimtu mikil átök, orku og vinnu eru ekki endilega manns bestu verk meðan aðrar myndir voru sterkari en mig minnti." Kristín segir fínlegan blæ ganga í gegnum verk sín eins og rauður þráður. Hún hafi hins vegar ekki áttað sig á kraftinum á bak við hann fyrr en hún fór yfir verkin aftur. „Bæði frásögn og framsetning einkenndust af þessum fínlega blæ, sem er bæði birtingarmynd ákveðinnar tíðni í mannsálinni, þarfar mannsins fyrir eitthvað æðra en hans sjálfan, en á bak við lúrir aftur myrkur og spenna sem má rekja til þess að maðurinn er alltaf einn. Ég tók eftir að lengi vel beislaði ég þennan kraft sem ég sé að býr í myndunum, oft með ágætum árangri, en eftir því sem tíminn leið sé ég að það hefur byrjað að bitna á sköpunargleðinni." Skerpir sjálfstraustiðVatnaskil urðu á ferli Kristínar fyrir rúmu ári þegar hún lagði olíumálverkið, sem hún hafði einbeitt sér að, á hilluna en sneri sér þess í stað að útsaum á striga. Þá losnaði sköpunarkrafturinn úr læðingi. „Ég byrjaði að teikna með sporum og ullargarni sem gaf mér færi á að fara alveg inn í teikninguna. Þetta mér algjört frelsi, bæði í vinnubrögðum og myndheim. Teikningin gaf mér þannig aftur lykilinn að sköpunargleðinni." Í bókinni er einnig grein Ásdísar Ólafsdóttur listfræðings sem og ítarlegt viðtal Páls Valssonar við Kristínu, sem hún segir hafa opnað enn eina víddina. „Við Páll fórum í gegnum ævisöguna og og þannig áttaði ég mig betur á hvernig lífið leiddi mann áfram; hvernig ég fór úr einum myndheiminum í annan í tengslum við það sem var að gerast í mínu persónulega lífi. Maður fer líka að leiða hugann að tækifærunum sem maður missti kannski af en öðlaðist önnur sem reyndust til góðs" Spurð hvort útgáfa yfirlitsritsins marki önnur vatnaskil á ferli hennar, segir Kristín að sem betur fer viti maður ekki alltaf hvað bíður manns. „Mér finnst bókin afbragðsvel unnin og sýna vel sterkustu hliðar verka minna. Og þótt ég segi sjálf frá er margt skárra en ég hélt. Það hljómar kannski oflætislega en það er mjög nauðsynlegt fyrir listamenn að fá tækifæri til að sjá hvar hæfileikar þeirra og rödd þeirra liggur og að gera sér í leiðinni grein fyrir hvar manni hættir til að lokast inn í myndheimi og tækni. Það eru mikil forréttindi fyrir listamann að fá að vinna svona bók, því það skerpir traustið á því besta sem í honum býr, sem hefur eflaust sitt að segja um hvernig vinnst með framhaldið í sköpuninni" bergsteinn@frettabladid.is Kristín Gunnlaugsdóttir er fædd á Akureyri árið 1963. Hún lærði í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Akademíu hinna fögru lista í Flórens, auk þess sem hún lærði að mála íkona í Róm og hina fornu blaðgullsaðferð miðalda. Hún hefur haldið fjölda sýninga hér heima og erlendis. Nú stendur yfir í Listasafni Akureyrar yfirlitssýning á verkum hennar. Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Út er komin bókin Undir rós, yfirlitsrit yfir feril Kristínar Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu. Kristín segir það hafa verið endurnýjandi að vinna bókina og segist sjá höfundarverk sitt í öðru ljósi. Yfirlitsritið Undir rós geymir verk eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu frá árunum 1987 til 2011. Þar er að finna íkona, olíumálverk, eggtemperur og veggteppi, svo fátt eitt sé nefnt. Frumkvæði að bókinni áttu Gunnlaugur Sigfússon hjá útgáfufélaginu Eyju, og Páll Valsson, ritstjóri bókarinnar. „Þeir komu að máli við mig og spurðu hvort það væri ekki kominn tími til að gefa út yfirlitsrit yfir verk mín og ég sló til." Að sjá það sem manni yfirsástUm 400 verk liggja eftir Kristínu og í hönd fór mikil vinna við að fara yfir verkin og flokka þau sem áttu erindi í bókina og þau sem áttu það ekki. Kristín segir það ferli hafa tekið mikið á en um leið verið mjög gefandi og endurnýjandi. „Þegar maður fer svona yfir allt sem maður hefur gert greinir maður mjög skýrt ákveðin tímabil hjá sjálfum sér. Ég rakst á ýmsa kosti og galla, en einna merkilegasta var að rekast á kosti sem maður hélt eitt sinn að væru gallar og öfugt. Ég gat með þessu móti endurmetið allan ferilinn, sem er mjög dýrmætt fyrir listamenn. Ég er mjög sátt við margt í bókinni, ekki síst að koma auga á ýmislegt sem mér yfirsást á sínum tíma. Það var til dæmis merkilegt að uppgötva að myndir sem útheimtu mikil átök, orku og vinnu eru ekki endilega manns bestu verk meðan aðrar myndir voru sterkari en mig minnti." Kristín segir fínlegan blæ ganga í gegnum verk sín eins og rauður þráður. Hún hafi hins vegar ekki áttað sig á kraftinum á bak við hann fyrr en hún fór yfir verkin aftur. „Bæði frásögn og framsetning einkenndust af þessum fínlega blæ, sem er bæði birtingarmynd ákveðinnar tíðni í mannsálinni, þarfar mannsins fyrir eitthvað æðra en hans sjálfan, en á bak við lúrir aftur myrkur og spenna sem má rekja til þess að maðurinn er alltaf einn. Ég tók eftir að lengi vel beislaði ég þennan kraft sem ég sé að býr í myndunum, oft með ágætum árangri, en eftir því sem tíminn leið sé ég að það hefur byrjað að bitna á sköpunargleðinni." Skerpir sjálfstraustiðVatnaskil urðu á ferli Kristínar fyrir rúmu ári þegar hún lagði olíumálverkið, sem hún hafði einbeitt sér að, á hilluna en sneri sér þess í stað að útsaum á striga. Þá losnaði sköpunarkrafturinn úr læðingi. „Ég byrjaði að teikna með sporum og ullargarni sem gaf mér færi á að fara alveg inn í teikninguna. Þetta mér algjört frelsi, bæði í vinnubrögðum og myndheim. Teikningin gaf mér þannig aftur lykilinn að sköpunargleðinni." Í bókinni er einnig grein Ásdísar Ólafsdóttur listfræðings sem og ítarlegt viðtal Páls Valssonar við Kristínu, sem hún segir hafa opnað enn eina víddina. „Við Páll fórum í gegnum ævisöguna og og þannig áttaði ég mig betur á hvernig lífið leiddi mann áfram; hvernig ég fór úr einum myndheiminum í annan í tengslum við það sem var að gerast í mínu persónulega lífi. Maður fer líka að leiða hugann að tækifærunum sem maður missti kannski af en öðlaðist önnur sem reyndust til góðs" Spurð hvort útgáfa yfirlitsritsins marki önnur vatnaskil á ferli hennar, segir Kristín að sem betur fer viti maður ekki alltaf hvað bíður manns. „Mér finnst bókin afbragðsvel unnin og sýna vel sterkustu hliðar verka minna. Og þótt ég segi sjálf frá er margt skárra en ég hélt. Það hljómar kannski oflætislega en það er mjög nauðsynlegt fyrir listamenn að fá tækifæri til að sjá hvar hæfileikar þeirra og rödd þeirra liggur og að gera sér í leiðinni grein fyrir hvar manni hættir til að lokast inn í myndheimi og tækni. Það eru mikil forréttindi fyrir listamann að fá að vinna svona bók, því það skerpir traustið á því besta sem í honum býr, sem hefur eflaust sitt að segja um hvernig vinnst með framhaldið í sköpuninni" bergsteinn@frettabladid.is Kristín Gunnlaugsdóttir er fædd á Akureyri árið 1963. Hún lærði í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Akademíu hinna fögru lista í Flórens, auk þess sem hún lærði að mála íkona í Róm og hina fornu blaðgullsaðferð miðalda. Hún hefur haldið fjölda sýninga hér heima og erlendis. Nú stendur yfir í Listasafni Akureyrar yfirlitssýning á verkum hennar.
Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira