Erlent

DNA klúður hjá CSI í Las Vegas: Grissom var ræninginn

Lögreglan í Las Vegas hefur beðist opinberlega afsökunar á því að hafa sent rangan mann í fangelsi í fjögur ár. DNA sýni úr tveimur mönnum víxlaðist á rannsóknarstofu lögreglunnar sem varð til þess að Dwayne Jackson var sakfelldur fyrir að ráðast inn til mæðgna, ógna þeim með kylfu og þröngva þeim til þess að taka fé út úr hraðbanka í nágrenninu.

Jackson hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og nú er komið í ljós að DNA sýni úr honum víxlaðist við sýni úr frænda hans, Howard Grissom. Lögreglan hefur náð samkomulagi við Jackson og mun greiða honum skaðabætur en upphæðin verður ekki gerð opinber.

Nafnið á hinum raunverulega ræningja vekur athygli en Grissom er mörgum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnugt. Gil Grissom var nefnilega yfirmaður rannsóknarstofu lögreglunnar í Las Vegas sem sagði af í hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum CSI: Las Vegas. Skemmtileg tilviljun.

Hinn raunverulegi Howard Grissom þarf reyndar ekki að hafa miklar áhyggjur af því að búið sé að sanna á hann ránið, því hann situr af sér 40 ára dóm fyrir morð og er væntanlega ekki á leiðinni út í bráð hvort eð er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×