Hannes hunsaður af gömlum kommúnistum 14. nóvember 2011 13:00 Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, fær engin svör frá gömlum kommúnistum. „Ég bar þetta undir nokkra en fékk engin svör," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, en hann hefur skrifað bókina „Íslenskir kommúnistar 1918–1998", en þar er talsvert fjallað um njósnir á Íslandi. Hannes bar nokkur atriði undir gamla kommúnista og þá sem við sögu koma í bókinni. Honum var aldrei svarað. Hannes rekur sögu íslenskra kommúnista í bók sinni, alveg frá því að Brynjólfur Bjarnason tók þátt í götuóeirðum í Kaupmannahöfn haustið 1918, og fram til þess að þau Margrét Frímannsdóttir og Svavar Gestsson þáðu boðsferð til kommúnistaflokks Kúbu haustið 1998. Hannes segist einmitt hafa sent Svavari skilaboð þar sem hann vildi bera undir hann nokkur atriði; eins og fyrr, var Hannesi ekki svarað. En það má margt finna í bók Hannesar. Meðal annars að á Íslandi hafi allt verið krökkt af njósnurum á vegum Sovétríkjanna. Þannig skrifar Hannes um sérkennilega viðvörun sem Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, fékk árið 1957, þar sem hann var varaður við meintum njósnara hér á landi. Aðspurður segir hann að Bjarna hafi borist viðvörun frá ótilgreindri bandarískri stofnun um að Karl Sepp, sem dvaldist um skeið á Íslandi og var kvæntur íslenskri konu, væri njósnari Sovétmanna. Hannes segist reyndar ekkert fleira hafa fundið um þennan dularfulla Karl annað en að hann hafi verið menntaður lögfræðingur og ræðismaður frá Eistlandi. „Þetta var hið dularfyllsta mál," segir Hannes en svo virðist sem Karl stígi jafn óvænt inn í söguna og aftur út, að lokum flutti hann til Suður-Ameríku. Hannes fer víða í yfirferð sinni um kommúnista á Íslandi. Hann segir nokkur atriði hafa komið sér á óvart. „Þannig kemur það á óvart hversu náin tengslin á milli íslenskra kommúnista við Sovétríkin voru," segir Hannes. Hannes varpar svo fram þeirri tilgátu í bók sinni að að Vasílíj Mítrokhín, sem var kunnur njósnari KGB, hafi séð um að færa Dagsbrún stóran styrk, upp á fimm þúsund sterlingspund, sem Sovétmenn veittu Dagsbrún skömmu fyrir mikil verkfallsátök í desember 1952, en þá hafi verið ætlunin að prófa hvernig gengi að rjúfa flutningsleiðir til og frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. „Það voru um hundraðföld verkamannalaun," útskýrir Hannes þegar hann setur upphæðina í almennara samhengi. Spurður hverskyns viðbrögð hann hafi fengið við bókinni svarar Hannes því til að þau séu í raun tvennskonar. „Ég hélt fyrirlestur hjá sagnfræðingafélaginu. Þar voru viðbrögðin tvíþætt. Annarsvegar að kommúnistar hér á landi hafi verið betri en annarstaðar. Þeir hafi aðallega drukkið kaffi saman og gerðu enga vonda hluti," segir Hannes og bætir við: „Svo er hitt sjónarmiðið, að kommúnistar hér á landi hafi átt í mun nánara samstarfi við Sovétríkin en áður var talið og að þeir hafi beinlínis gengið erinda eins grimmasta og blóðugasta einræðisríkis veraldar." Það er Almenna bókafélagið sem gefur bók Hannesar út. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Sjá meira
„Ég bar þetta undir nokkra en fékk engin svör," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, en hann hefur skrifað bókina „Íslenskir kommúnistar 1918–1998", en þar er talsvert fjallað um njósnir á Íslandi. Hannes bar nokkur atriði undir gamla kommúnista og þá sem við sögu koma í bókinni. Honum var aldrei svarað. Hannes rekur sögu íslenskra kommúnista í bók sinni, alveg frá því að Brynjólfur Bjarnason tók þátt í götuóeirðum í Kaupmannahöfn haustið 1918, og fram til þess að þau Margrét Frímannsdóttir og Svavar Gestsson þáðu boðsferð til kommúnistaflokks Kúbu haustið 1998. Hannes segist einmitt hafa sent Svavari skilaboð þar sem hann vildi bera undir hann nokkur atriði; eins og fyrr, var Hannesi ekki svarað. En það má margt finna í bók Hannesar. Meðal annars að á Íslandi hafi allt verið krökkt af njósnurum á vegum Sovétríkjanna. Þannig skrifar Hannes um sérkennilega viðvörun sem Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, fékk árið 1957, þar sem hann var varaður við meintum njósnara hér á landi. Aðspurður segir hann að Bjarna hafi borist viðvörun frá ótilgreindri bandarískri stofnun um að Karl Sepp, sem dvaldist um skeið á Íslandi og var kvæntur íslenskri konu, væri njósnari Sovétmanna. Hannes segist reyndar ekkert fleira hafa fundið um þennan dularfulla Karl annað en að hann hafi verið menntaður lögfræðingur og ræðismaður frá Eistlandi. „Þetta var hið dularfyllsta mál," segir Hannes en svo virðist sem Karl stígi jafn óvænt inn í söguna og aftur út, að lokum flutti hann til Suður-Ameríku. Hannes fer víða í yfirferð sinni um kommúnista á Íslandi. Hann segir nokkur atriði hafa komið sér á óvart. „Þannig kemur það á óvart hversu náin tengslin á milli íslenskra kommúnista við Sovétríkin voru," segir Hannes. Hannes varpar svo fram þeirri tilgátu í bók sinni að að Vasílíj Mítrokhín, sem var kunnur njósnari KGB, hafi séð um að færa Dagsbrún stóran styrk, upp á fimm þúsund sterlingspund, sem Sovétmenn veittu Dagsbrún skömmu fyrir mikil verkfallsátök í desember 1952, en þá hafi verið ætlunin að prófa hvernig gengi að rjúfa flutningsleiðir til og frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. „Það voru um hundraðföld verkamannalaun," útskýrir Hannes þegar hann setur upphæðina í almennara samhengi. Spurður hverskyns viðbrögð hann hafi fengið við bókinni svarar Hannes því til að þau séu í raun tvennskonar. „Ég hélt fyrirlestur hjá sagnfræðingafélaginu. Þar voru viðbrögðin tvíþætt. Annarsvegar að kommúnistar hér á landi hafi verið betri en annarstaðar. Þeir hafi aðallega drukkið kaffi saman og gerðu enga vonda hluti," segir Hannes og bætir við: „Svo er hitt sjónarmiðið, að kommúnistar hér á landi hafi átt í mun nánara samstarfi við Sovétríkin en áður var talið og að þeir hafi beinlínis gengið erinda eins grimmasta og blóðugasta einræðisríkis veraldar." Það er Almenna bókafélagið sem gefur bók Hannesar út.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Sjá meira