Hannes hunsaður af gömlum kommúnistum 14. nóvember 2011 13:00 Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, fær engin svör frá gömlum kommúnistum. „Ég bar þetta undir nokkra en fékk engin svör," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, en hann hefur skrifað bókina „Íslenskir kommúnistar 1918–1998", en þar er talsvert fjallað um njósnir á Íslandi. Hannes bar nokkur atriði undir gamla kommúnista og þá sem við sögu koma í bókinni. Honum var aldrei svarað. Hannes rekur sögu íslenskra kommúnista í bók sinni, alveg frá því að Brynjólfur Bjarnason tók þátt í götuóeirðum í Kaupmannahöfn haustið 1918, og fram til þess að þau Margrét Frímannsdóttir og Svavar Gestsson þáðu boðsferð til kommúnistaflokks Kúbu haustið 1998. Hannes segist einmitt hafa sent Svavari skilaboð þar sem hann vildi bera undir hann nokkur atriði; eins og fyrr, var Hannesi ekki svarað. En það má margt finna í bók Hannesar. Meðal annars að á Íslandi hafi allt verið krökkt af njósnurum á vegum Sovétríkjanna. Þannig skrifar Hannes um sérkennilega viðvörun sem Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, fékk árið 1957, þar sem hann var varaður við meintum njósnara hér á landi. Aðspurður segir hann að Bjarna hafi borist viðvörun frá ótilgreindri bandarískri stofnun um að Karl Sepp, sem dvaldist um skeið á Íslandi og var kvæntur íslenskri konu, væri njósnari Sovétmanna. Hannes segist reyndar ekkert fleira hafa fundið um þennan dularfulla Karl annað en að hann hafi verið menntaður lögfræðingur og ræðismaður frá Eistlandi. „Þetta var hið dularfyllsta mál," segir Hannes en svo virðist sem Karl stígi jafn óvænt inn í söguna og aftur út, að lokum flutti hann til Suður-Ameríku. Hannes fer víða í yfirferð sinni um kommúnista á Íslandi. Hann segir nokkur atriði hafa komið sér á óvart. „Þannig kemur það á óvart hversu náin tengslin á milli íslenskra kommúnista við Sovétríkin voru," segir Hannes. Hannes varpar svo fram þeirri tilgátu í bók sinni að að Vasílíj Mítrokhín, sem var kunnur njósnari KGB, hafi séð um að færa Dagsbrún stóran styrk, upp á fimm þúsund sterlingspund, sem Sovétmenn veittu Dagsbrún skömmu fyrir mikil verkfallsátök í desember 1952, en þá hafi verið ætlunin að prófa hvernig gengi að rjúfa flutningsleiðir til og frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. „Það voru um hundraðföld verkamannalaun," útskýrir Hannes þegar hann setur upphæðina í almennara samhengi. Spurður hverskyns viðbrögð hann hafi fengið við bókinni svarar Hannes því til að þau séu í raun tvennskonar. „Ég hélt fyrirlestur hjá sagnfræðingafélaginu. Þar voru viðbrögðin tvíþætt. Annarsvegar að kommúnistar hér á landi hafi verið betri en annarstaðar. Þeir hafi aðallega drukkið kaffi saman og gerðu enga vonda hluti," segir Hannes og bætir við: „Svo er hitt sjónarmiðið, að kommúnistar hér á landi hafi átt í mun nánara samstarfi við Sovétríkin en áður var talið og að þeir hafi beinlínis gengið erinda eins grimmasta og blóðugasta einræðisríkis veraldar." Það er Almenna bókafélagið sem gefur bók Hannesar út. Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Sjá meira
„Ég bar þetta undir nokkra en fékk engin svör," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, en hann hefur skrifað bókina „Íslenskir kommúnistar 1918–1998", en þar er talsvert fjallað um njósnir á Íslandi. Hannes bar nokkur atriði undir gamla kommúnista og þá sem við sögu koma í bókinni. Honum var aldrei svarað. Hannes rekur sögu íslenskra kommúnista í bók sinni, alveg frá því að Brynjólfur Bjarnason tók þátt í götuóeirðum í Kaupmannahöfn haustið 1918, og fram til þess að þau Margrét Frímannsdóttir og Svavar Gestsson þáðu boðsferð til kommúnistaflokks Kúbu haustið 1998. Hannes segist einmitt hafa sent Svavari skilaboð þar sem hann vildi bera undir hann nokkur atriði; eins og fyrr, var Hannesi ekki svarað. En það má margt finna í bók Hannesar. Meðal annars að á Íslandi hafi allt verið krökkt af njósnurum á vegum Sovétríkjanna. Þannig skrifar Hannes um sérkennilega viðvörun sem Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, fékk árið 1957, þar sem hann var varaður við meintum njósnara hér á landi. Aðspurður segir hann að Bjarna hafi borist viðvörun frá ótilgreindri bandarískri stofnun um að Karl Sepp, sem dvaldist um skeið á Íslandi og var kvæntur íslenskri konu, væri njósnari Sovétmanna. Hannes segist reyndar ekkert fleira hafa fundið um þennan dularfulla Karl annað en að hann hafi verið menntaður lögfræðingur og ræðismaður frá Eistlandi. „Þetta var hið dularfyllsta mál," segir Hannes en svo virðist sem Karl stígi jafn óvænt inn í söguna og aftur út, að lokum flutti hann til Suður-Ameríku. Hannes fer víða í yfirferð sinni um kommúnista á Íslandi. Hann segir nokkur atriði hafa komið sér á óvart. „Þannig kemur það á óvart hversu náin tengslin á milli íslenskra kommúnista við Sovétríkin voru," segir Hannes. Hannes varpar svo fram þeirri tilgátu í bók sinni að að Vasílíj Mítrokhín, sem var kunnur njósnari KGB, hafi séð um að færa Dagsbrún stóran styrk, upp á fimm þúsund sterlingspund, sem Sovétmenn veittu Dagsbrún skömmu fyrir mikil verkfallsátök í desember 1952, en þá hafi verið ætlunin að prófa hvernig gengi að rjúfa flutningsleiðir til og frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. „Það voru um hundraðföld verkamannalaun," útskýrir Hannes þegar hann setur upphæðina í almennara samhengi. Spurður hverskyns viðbrögð hann hafi fengið við bókinni svarar Hannes því til að þau séu í raun tvennskonar. „Ég hélt fyrirlestur hjá sagnfræðingafélaginu. Þar voru viðbrögðin tvíþætt. Annarsvegar að kommúnistar hér á landi hafi verið betri en annarstaðar. Þeir hafi aðallega drukkið kaffi saman og gerðu enga vonda hluti," segir Hannes og bætir við: „Svo er hitt sjónarmiðið, að kommúnistar hér á landi hafi átt í mun nánara samstarfi við Sovétríkin en áður var talið og að þeir hafi beinlínis gengið erinda eins grimmasta og blóðugasta einræðisríkis veraldar." Það er Almenna bókafélagið sem gefur bók Hannesar út.
Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Sjá meira