Erlent

Grunaður um að hafa orðið 200 manns að bana

Ástandið í Mexíkó er hryllilegt. Fjöldagrafir finnast víða.
Ástandið í Mexíkó er hryllilegt. Fjöldagrafir finnast víða.
Alls hafa 116 lík fundist í fjöldagröfum í Mexíkó, skammt frá landamærum Bandaríkjanna síðustu daga.

Í gær var greint frá því að 88 lík hefðu fundist í fjöldagröfunum, því hafa 28 lík bæst við.

Nítján ára piltur er meðal þeirra sem hefur verið handtekinn vegna málsins en hann er grunaður um að tilheyra fíkniefnaklíkunni Zeta.

Forseti Mexíkó sagði á blaðamannafundi að pilturinn væri grunaður um að hafa alls orðið 200 manns að bana. Blóðug átök á milli fíkniefnagengja í Mexíkó eru daglegt brauð þar í landi og halda þjóðinni í heljargreipum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×