Glæpatíðni langhæst í Eyjum 12. desember 2011 11:00 Mynd/Óskar Friðriksson Vestmannaeyjar eiga met í skráðum lögbrotum á síðasta ári. Miðað við íbúatölu hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt flestum líkamsárásarmálum, fíkniefnabrotum, áfengislagabrotum og brotum gegn valdstjórninni, af öllum umdæmum landsins. Þá eru Eyjar með næstmesta fjölda kynferðisbrota, eignaspjalla og skjalafölsunarbrota. Fjöldi umferðarlagabrota í Eyjum er þó með því lægsta sem gerist. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra fyrir síðasta ár. Í skýrslunni segir að líkt og árið 2009 hafi flest brot verið skráð í Vestmannaeyjum, eða 276 á hverja 10.000 íbúa, sem er fjölgun úr 230. Tilteknir atburðir, svo sem bæjarhátíðir og samkomur um verslunarmannahelgar, geti haft áhrif á fjölda brota. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður í Vestmannaeyjum, segir Þjóðhátíð vissulega eiga hlut að máli, en hún skýri þó ekki allt. „Við erum alltaf efstir og höfum verið alveg frá því ég man," segir hann. „Ég veit ekki af hverju. Þetta ætti að vera jafnmikið annars staðar, en svo er það nú ekki. Þetta hefur alltaf verið svona, við erum langt fyrir ofan alla aðra." Yfir 60 ákærur hafa verið lagðar fram í Vestmannaeyjum á þessu ári, flestar vegna líkamsárása, fíkniefnabrota og kynferðisbrota. Einnig hefur akstur undir áhrifum fíkniefna aukist gríðarlega síðustu ár. „Fíkniefnabrotin eru flest yfir Þjóðhátíð en líkamsárásir eru jafnt yfir árið. Kynferðisbrotin sem hafa verið hér voru alvarleg og ljót, og það er agalegt," segir sýslumaðurinn. Karl Gauti segir að auk Þjóðhátíðar geti sífelldur ferðamannastraumur og verbúðarvinna útskýrt háa brotatíðni í bæjarfélaginu. „Hér er mikið af aðkomufólki við vinnu sem er einsamalt og laust við. Þá eru margar áhafnir á sjó sem koma hér í land," segir hann og bætir við að Vestmannaeyjabær sé vinsæll skemmtanastaður, ólíkt öðrum bæjum nálægt Reykjavík. „Þetta er öðruvísi samsetning á samfélagi en víða annars staðar," segir hann. - sv Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Sjá meira
Vestmannaeyjar eiga met í skráðum lögbrotum á síðasta ári. Miðað við íbúatölu hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt flestum líkamsárásarmálum, fíkniefnabrotum, áfengislagabrotum og brotum gegn valdstjórninni, af öllum umdæmum landsins. Þá eru Eyjar með næstmesta fjölda kynferðisbrota, eignaspjalla og skjalafölsunarbrota. Fjöldi umferðarlagabrota í Eyjum er þó með því lægsta sem gerist. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra fyrir síðasta ár. Í skýrslunni segir að líkt og árið 2009 hafi flest brot verið skráð í Vestmannaeyjum, eða 276 á hverja 10.000 íbúa, sem er fjölgun úr 230. Tilteknir atburðir, svo sem bæjarhátíðir og samkomur um verslunarmannahelgar, geti haft áhrif á fjölda brota. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður í Vestmannaeyjum, segir Þjóðhátíð vissulega eiga hlut að máli, en hún skýri þó ekki allt. „Við erum alltaf efstir og höfum verið alveg frá því ég man," segir hann. „Ég veit ekki af hverju. Þetta ætti að vera jafnmikið annars staðar, en svo er það nú ekki. Þetta hefur alltaf verið svona, við erum langt fyrir ofan alla aðra." Yfir 60 ákærur hafa verið lagðar fram í Vestmannaeyjum á þessu ári, flestar vegna líkamsárása, fíkniefnabrota og kynferðisbrota. Einnig hefur akstur undir áhrifum fíkniefna aukist gríðarlega síðustu ár. „Fíkniefnabrotin eru flest yfir Þjóðhátíð en líkamsárásir eru jafnt yfir árið. Kynferðisbrotin sem hafa verið hér voru alvarleg og ljót, og það er agalegt," segir sýslumaðurinn. Karl Gauti segir að auk Þjóðhátíðar geti sífelldur ferðamannastraumur og verbúðarvinna útskýrt háa brotatíðni í bæjarfélaginu. „Hér er mikið af aðkomufólki við vinnu sem er einsamalt og laust við. Þá eru margar áhafnir á sjó sem koma hér í land," segir hann og bætir við að Vestmannaeyjabær sé vinsæll skemmtanastaður, ólíkt öðrum bæjum nálægt Reykjavík. „Þetta er öðruvísi samsetning á samfélagi en víða annars staðar," segir hann. - sv
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Sjá meira