Fótbolti

Ísland féll í 113. sæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari.
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari.

Ísland er nú í 113.-114. sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í dag.

Ísland er með sama stigafjölda og á síðasta lista en lið Katar stökk upp fyrir íslenska liðið sem færist því niður um eitt sæti.

Ísland og Wales deila 113. sætinu en næstu lið fyrir ofan eru Mið-Afríkulýðveldið, samvinnulýðveldið Gvæjana, Sýrland, Norður-Kórea, Úsbekistan, Jórdanía, Gambía, Katar og Óman svo einhver lönd séu nefnd.

Ísland nálgast óðum sinn versta árangur á listanum síðan hann var fyrst gefinn út árið 1994. Það er 117. sæti en liðið var þar í ágústmánuði árið 2007.

Þess fyrir utan hefur Ísland aldrei verið neðar á listanum.

Aðeins ein breyting er á skipan efstu 34 liðanna á listanum en Króatía kemst upp í níunda sætið á kostnað Egyptalands sem er nú í tíunda sæti.

Spánn, Holland, Þýskaland, Braslía, Argentína, England, Úrúgvæ og Portúgal eru í efstu átta sætum listans í þessari röð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×