Enski boltinn

Dalglish: Strákarnir sýndu hugrekki í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool.
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Kenny Dalglish var mjög ánægður með frammistöðu leikmanna Liverpool í 1-0 sigri liðsins á QPR í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Yfirburðir Liverpool voru talsverðir í leiknum þó svo að niðurstaða leiksins hafi ekki endurspeglað það. En Liverpool hafði gert fjögur jafntefli í röð á heimavelli og því var sigurinn í dag kærkominn.

„Það kostar mikið hugrekki að halda áfram að reyna að skora eftir að hafa brennt af færum. Strákarnir sýndu því mikið hugrekki í dag,“ sagði Dalglish.

„Ef þeir halda því áfram þá kemur að því að við skorum 2-3 mörk í einum og sama leiknum. Við hlökkum mikið til þess dags. Við urðum ekki fyrir vonbrigðum með leikmennina í dag enda ekki hægt að biðja um betri frammistöðu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×