Enski boltinn

Wenger: Erfitt að kyngja þessu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wenger á hliðarlínunni í dag.
Wenger á hliðarlínunni í dag.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, reyndi að halda andlitinu og líta á það jákvæða eftir að lið hans hafði glutrað niður fjögurra marka forskoti gegn Newcastle í dag.

Arsenal hreinlega valtaði yfir Newcastle framan af leik en þegar Abou Diaby var rekinn af velli í liði Arsenal hrundi leikur liðsins.

"Þetta var góður fótboltaleikur. Í heildina spiluðum við frábæran fótbolta og við verðum að taka það jákvæða úr leiknum," sagði Wenger sem átti eðlilega erfitt með sig.

"Það er erfitt að kyngja þessu í augnablikinu. Tíminn mun hjálpa og við munum komast yfir þetta.

"Diaby var of stressaður er hann brást við og Joey Barton hefði einnig mátt fá rautt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×