Strætó reynsluekur tvinnvagni næsta mánuðinn 3. maí 2011 13:34 Mynd: Strætó bs. Strætó bs. mun næsta mánuðinn prófa tvinnvagn í fyrsta sinn við íslenskar aðstæður. Tilgangurinn með tilraunaakstrinum er að meta hvort slíkir vagnar séu raunhæfur valkostur fyrir Strætó bs., sem stendur frammi fyrir töluverðri endurnýjunarþörf vagnakosts og leitar jafnframt leiða til að gera vagnaflotann umhverfisvænni og hagkvæmari í rekstri. Á næstu árum þarf Strætó að endurnýja 7-8 vagna árlega. Strætó bs. stefnir að því að rekstur strætisvagnakerfisins verði umhverfisvænni og leitar leiða til að nýta aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Um leið skiptir miklu að vagnarnir séu hagkvæmir í innkaupum og rekstri. Valkostum í visthæfum orkugjöfum hefur fjölgað síðustu ár og má til að mynda nefna vetni, metangas og rafmagn í því sambandi auk þess sem tvinntækni hefur í sumum tilvikum reynst vel til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Í tilkynningu frá Strætó bs. segir að hver þessara valkosta hefur kosti og galla í för með sér og mikilvægt er að gera ítarlegar prófanir á þeim við íslenskar aðstæður áður en tekin er ákvörðun um vagnakaup. Með prófun Strætó á tvinnvagninum er metið hversu vel hann geti hentað á íslenskum strætóleiðum og er sérstaklega fylgst með eldsneytisnotkun auk þess sem fleiri þættir eru metnir. Tvinnvagninn er af gerðinni Volvo 7700 Hybrid og fær Strætó bs. hann að láni frá Volvo í samvinnu við Brimborg. Vagninn gengur bæði fyrir raforku og dieselolíu og segja framleiðendur að með honum megi draga úr eldsneytisnotkun um allt að 30%, auk þess sem útblástur sé um 40-50% minni frá slíkum vagni en hefðbundnum diesel-vögnum. Þar sem vagninn vinnur rafmagn úr bremsum og nýtir það bæði til að taka af stað og við hægan akstur þykir hann henta best á strætóleiðum þar sem hægt er ekið og oft þarf að stöðva. „Það er spennandi að fá tækifæri til að prófa tvinntæknina hér á landi og verður áhugavert að sjá hvernig vagninn stendur sig í samanburði við aðra kosti. Það er hröð þróun í framleiðslu visthæfra vagna um þessar mundir og ljóst að í framtíðinni verðum við minna háð jarðefnaeldsneyti en verið hefur. Við hjá Strætó bs. fylgjumst að sjálfsögðu mjög vel með þessari þróun og leitum að þeirri samsetningu strætisvagnaflotans sem er í senn eins umhverfisvæn og hagkvæm í rekstri og kostur er," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Strætó bs. mun næsta mánuðinn prófa tvinnvagn í fyrsta sinn við íslenskar aðstæður. Tilgangurinn með tilraunaakstrinum er að meta hvort slíkir vagnar séu raunhæfur valkostur fyrir Strætó bs., sem stendur frammi fyrir töluverðri endurnýjunarþörf vagnakosts og leitar jafnframt leiða til að gera vagnaflotann umhverfisvænni og hagkvæmari í rekstri. Á næstu árum þarf Strætó að endurnýja 7-8 vagna árlega. Strætó bs. stefnir að því að rekstur strætisvagnakerfisins verði umhverfisvænni og leitar leiða til að nýta aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Um leið skiptir miklu að vagnarnir séu hagkvæmir í innkaupum og rekstri. Valkostum í visthæfum orkugjöfum hefur fjölgað síðustu ár og má til að mynda nefna vetni, metangas og rafmagn í því sambandi auk þess sem tvinntækni hefur í sumum tilvikum reynst vel til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Í tilkynningu frá Strætó bs. segir að hver þessara valkosta hefur kosti og galla í för með sér og mikilvægt er að gera ítarlegar prófanir á þeim við íslenskar aðstæður áður en tekin er ákvörðun um vagnakaup. Með prófun Strætó á tvinnvagninum er metið hversu vel hann geti hentað á íslenskum strætóleiðum og er sérstaklega fylgst með eldsneytisnotkun auk þess sem fleiri þættir eru metnir. Tvinnvagninn er af gerðinni Volvo 7700 Hybrid og fær Strætó bs. hann að láni frá Volvo í samvinnu við Brimborg. Vagninn gengur bæði fyrir raforku og dieselolíu og segja framleiðendur að með honum megi draga úr eldsneytisnotkun um allt að 30%, auk þess sem útblástur sé um 40-50% minni frá slíkum vagni en hefðbundnum diesel-vögnum. Þar sem vagninn vinnur rafmagn úr bremsum og nýtir það bæði til að taka af stað og við hægan akstur þykir hann henta best á strætóleiðum þar sem hægt er ekið og oft þarf að stöðva. „Það er spennandi að fá tækifæri til að prófa tvinntæknina hér á landi og verður áhugavert að sjá hvernig vagninn stendur sig í samanburði við aðra kosti. Það er hröð þróun í framleiðslu visthæfra vagna um þessar mundir og ljóst að í framtíðinni verðum við minna háð jarðefnaeldsneyti en verið hefur. Við hjá Strætó bs. fylgjumst að sjálfsögðu mjög vel með þessari þróun og leitum að þeirri samsetningu strætisvagnaflotans sem er í senn eins umhverfisvæn og hagkvæm í rekstri og kostur er," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent