Bréfaskrif Darling sýna að Íslendingar voru beittir þvingunum SB skrifar 3. maí 2011 21:00 Áður óbirt bréfaskrif Alistair Dairling fyrrverandi fjármálaráðherra Breta sýna að bresk stjórnvöld beittu Íslendinga vísvitandi þvingunaraðgerðum. Þetta kemur fram í rökstuðningi íslenskra stjórnvalda til Eftirlitsstofnunanar EFTA. Í svarbréfi íslenskra stjórnvalda er vitnað í bréf Alistair Darling, þáverandi fjármálaráðherra Breta, til ritara ráðuneytisstjóra síns. Bréfið er dagsett áttunda október, tveimur dögum eftir að neyðarlögin svokölluðu voru samþykkt og sama dag og Bretar beittu hryðjuverkalögunum á íslenska ríkið og fjármálastofnanir í Bretlandi. Í bréfinu segir Darling: „Í dag hef ég gripið til þeirra aðgerða að frysta sjóði og fjárhagslegar eignir Landsbankans í Bretlandi." Hann segir að þessar aðgerðir muni verja breskt efnahagskerfi og auka tiltrú sparifjáreigenda á bankakerfinu til að forða áhlaup á það. Í svarbréfi ráðuneytisstjórans til Dairlings um það hvernig breska ríkið gæti útvegað ábyrgðir til sparifjáreigenda Icesave - afhjúpast í raun ásetningur breskra stjórnvalda. Í bréfinu rekur hann að þeir muni borga innistæðutrygginguna upp á 20.887 evrur út fyrst án þess að spyrja Íslendinga - með því hyggist þeir setja þrýsting, eða ýta á Íslendinga, til að borga til baka. Samkvæmt heimildum fréttastofu er litið á þessi bréfaskrif Alistair Darling í viðskiptaráðuneytinu sem lykilplagg í Icesave deilunni. Það sýni að menn ætluðu ekki semja í góðri trú heldur megi líta á það sem yfirlýsingu um þvingunaraðgerðir; Bretar hafi í raun ætlað að "handrukka" Íslendinga til að borga Icesave skuldina, bréfaskrif Alistair Darling staðfesti að ákvörðun breska ríkisins var einhliða. Í svarbréfi íslenskra stjórnvalda eru aðgerðir breta og hollendinga sagðar ólögmætar og eru bréfaskrif Alistair Darlings notuð til að rökstyðja það. Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Epstein-skjölin birt Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Áður óbirt bréfaskrif Alistair Dairling fyrrverandi fjármálaráðherra Breta sýna að bresk stjórnvöld beittu Íslendinga vísvitandi þvingunaraðgerðum. Þetta kemur fram í rökstuðningi íslenskra stjórnvalda til Eftirlitsstofnunanar EFTA. Í svarbréfi íslenskra stjórnvalda er vitnað í bréf Alistair Darling, þáverandi fjármálaráðherra Breta, til ritara ráðuneytisstjóra síns. Bréfið er dagsett áttunda október, tveimur dögum eftir að neyðarlögin svokölluðu voru samþykkt og sama dag og Bretar beittu hryðjuverkalögunum á íslenska ríkið og fjármálastofnanir í Bretlandi. Í bréfinu segir Darling: „Í dag hef ég gripið til þeirra aðgerða að frysta sjóði og fjárhagslegar eignir Landsbankans í Bretlandi." Hann segir að þessar aðgerðir muni verja breskt efnahagskerfi og auka tiltrú sparifjáreigenda á bankakerfinu til að forða áhlaup á það. Í svarbréfi ráðuneytisstjórans til Dairlings um það hvernig breska ríkið gæti útvegað ábyrgðir til sparifjáreigenda Icesave - afhjúpast í raun ásetningur breskra stjórnvalda. Í bréfinu rekur hann að þeir muni borga innistæðutrygginguna upp á 20.887 evrur út fyrst án þess að spyrja Íslendinga - með því hyggist þeir setja þrýsting, eða ýta á Íslendinga, til að borga til baka. Samkvæmt heimildum fréttastofu er litið á þessi bréfaskrif Alistair Darling í viðskiptaráðuneytinu sem lykilplagg í Icesave deilunni. Það sýni að menn ætluðu ekki semja í góðri trú heldur megi líta á það sem yfirlýsingu um þvingunaraðgerðir; Bretar hafi í raun ætlað að "handrukka" Íslendinga til að borga Icesave skuldina, bréfaskrif Alistair Darling staðfesti að ákvörðun breska ríkisins var einhliða. Í svarbréfi íslenskra stjórnvalda eru aðgerðir breta og hollendinga sagðar ólögmætar og eru bréfaskrif Alistair Darlings notuð til að rökstyðja það.
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Epstein-skjölin birt Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira