Norðmenn hóta að beita neitunarvaldi 17. maí 2011 08:15 Áhrif Beiti Norðmenn neiturnarvaldi innan Evrópska efnahagssvæðisins gæti það haft áhrif á bæði Ísland og Liechtenstein. Eiríkur Bergmann Norsk stjórnvöld ræða nú í fullri alvöru um að beita neitunarvaldi sínu og hafna því að taka inn í norsk lög tilskipun Evrópusambandsins (ESB) um samkeppni í póstþjónustu. Aldrei hefur verið látið reyna á neitunarvaldið sem byggt er inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), segir Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. „Þetta yrði meiri háttar próf á EES-samninginn og gæti haft mikil áhrif,“ segir Eiríkur. „Hingað til hefur sá skilningur verið ríkjandi að neitunarvaldið sem er innbyggt í samninginn sé óvirkt, verði því beitt rakni samningurinn upp.“ Neitunarvaldinu hefur raunar verið líkt við kjarnorkuvopn, ríkjunum þyki gott að hafa möguleikann, þótt enginn vilji nota hann. „Nú virðast sem stjórnmálamenn séu tilbúnari til að varpa kjarnorkusprengjunni og sjá hvort hún reynist vera reyksprengja,“ segir Eiríkur. Tilskipunin sem norsk stjórnvöld vilja ekki leiða í lög felur í sér að samkeppni eigi að ríkja í póstdreifingu. Eiríkur segir þá tilskipun í sjálfu sér smámál fyrir Evrópusambandið, en afleiðingarnar af því að Noregur neiti að lögfesta tilskipunina geti orðið víðtækar. Líklegt er að ESA, eftirlitsstofnun EFTA, höfði mál gegn norskum stjórnvöldum fyrir EFTA-dómstólnum þráist Norðmenn við að innleiða tilskipunina. Neiti Norðmenn að innleiða tilskipunina þrátt fyrir dóm gæti það í versta falli þýtt að samstarfinu innan Evrópska efnahagssvæðisins verði sjálfhætt, segir Eiríkur. Slíkt myndi þó taka mörg ár, og ýmsar leiðir til að gera gott úr málinu áður en til þess kæmi. Hörð afstaða Norðmanna tengist líklega áhuga þarlendra stjórnvalda á því að endurskoða EES-samninginn, segir Eiríkur. Hingað til hafa Norðmenn gætt þess vel að rugga ekki bátnum innan EES, en nú virðist komin upp breytt staða eftir að Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu. Auk Noregs og Íslands á Liechtenstein aðild að samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Þau áhrif sem ákvörðun norskra stjórnvalda gæti haft fyrir Noreg myndu því einnig ná til Íslands og Liechtenstein.brjann@frettabladid.is Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Eiríkur Bergmann Norsk stjórnvöld ræða nú í fullri alvöru um að beita neitunarvaldi sínu og hafna því að taka inn í norsk lög tilskipun Evrópusambandsins (ESB) um samkeppni í póstþjónustu. Aldrei hefur verið látið reyna á neitunarvaldið sem byggt er inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), segir Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. „Þetta yrði meiri háttar próf á EES-samninginn og gæti haft mikil áhrif,“ segir Eiríkur. „Hingað til hefur sá skilningur verið ríkjandi að neitunarvaldið sem er innbyggt í samninginn sé óvirkt, verði því beitt rakni samningurinn upp.“ Neitunarvaldinu hefur raunar verið líkt við kjarnorkuvopn, ríkjunum þyki gott að hafa möguleikann, þótt enginn vilji nota hann. „Nú virðast sem stjórnmálamenn séu tilbúnari til að varpa kjarnorkusprengjunni og sjá hvort hún reynist vera reyksprengja,“ segir Eiríkur. Tilskipunin sem norsk stjórnvöld vilja ekki leiða í lög felur í sér að samkeppni eigi að ríkja í póstdreifingu. Eiríkur segir þá tilskipun í sjálfu sér smámál fyrir Evrópusambandið, en afleiðingarnar af því að Noregur neiti að lögfesta tilskipunina geti orðið víðtækar. Líklegt er að ESA, eftirlitsstofnun EFTA, höfði mál gegn norskum stjórnvöldum fyrir EFTA-dómstólnum þráist Norðmenn við að innleiða tilskipunina. Neiti Norðmenn að innleiða tilskipunina þrátt fyrir dóm gæti það í versta falli þýtt að samstarfinu innan Evrópska efnahagssvæðisins verði sjálfhætt, segir Eiríkur. Slíkt myndi þó taka mörg ár, og ýmsar leiðir til að gera gott úr málinu áður en til þess kæmi. Hörð afstaða Norðmanna tengist líklega áhuga þarlendra stjórnvalda á því að endurskoða EES-samninginn, segir Eiríkur. Hingað til hafa Norðmenn gætt þess vel að rugga ekki bátnum innan EES, en nú virðist komin upp breytt staða eftir að Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu. Auk Noregs og Íslands á Liechtenstein aðild að samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Þau áhrif sem ákvörðun norskra stjórnvalda gæti haft fyrir Noreg myndu því einnig ná til Íslands og Liechtenstein.brjann@frettabladid.is
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira