Jussanam fær varanlegt dvalarleyfi: "Sigur fyrir konur" 17. maí 2011 15:20 Jussanam er himinlifandi yfir nýfengnu dvalarleyfi. „Ég er mjög glöð," segir brasilíska söngkonan Jussanam Da Silva, sem hefur fengið varanlegt dvalarleyfi hér á landi. Innanríkisráðuneytið veitti henni dvalarleyfið í gær og byggði ákvörðun sína á sterkum tengslum hennar við land og þjóð samkvæmt fréttastofu RÚV. Það var Vísir sem greindi fyrst frá neyð Jussanam. Hún hafði unnið í tvö ár á frístundarheimilinu Hlíðaskjóli og var þegar búin að gera starfssamning um að vinna í ár til viðbótar á heimilinu þegar Vinnumálastofnun hafnaði samningnum. Ástæðan var sú að Jussanam var á þeim tíma nýskilin við eiginmanninn sinn. Fengust þær skýringar í kjölfarið að atvinnuleysið á Íslandi væri það hátt að einstaklingar af EES svæðinu gengu fyrir. Þar af leiðandi fékk hún samninginn ekki samþykktan. Jussanam hefur getið sér gott orð hér landi meðal annars fyrir sönghæfileika sína. Hún hefur sungið með helstu djasstónlistarmönnum Íslands, meðal annars Tómasi R. Einarssyni og píanóleikaranum Agnari Má Magnússyni. Þá gaf hún út tónlistardiskinn Ela é Carioca hér á landi árið 2009. „Ég held að þetta hafi verið sigur fólksins sem studdi mig og ekki síður fyrir konur," segir Jussanam sem hefur sótt um ríkisborgararétt hér á landi en afgreiðsla þess máls er á könnu allsherjarnefndar Alþingis. Jussanam er vongóð um að fá ríkisborgararétt á sömu forsendum og hún fékk dvalarleyfið enda hefur hún afar sterk tengsl við land og þjóð eftir að hafa verið búsett hér á landi í allnokkur ár ásamt dóttur sinni. Jussanam hefur ekki geta unnið síðan hún var svipt dvalarleyfi hér á landi vegna lögskilnaðarins. Hún segir þó við fréttamann Vísis að hún hafi fengið þau svör að hún geti snúið aftur til starfa á næstunni. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
„Ég er mjög glöð," segir brasilíska söngkonan Jussanam Da Silva, sem hefur fengið varanlegt dvalarleyfi hér á landi. Innanríkisráðuneytið veitti henni dvalarleyfið í gær og byggði ákvörðun sína á sterkum tengslum hennar við land og þjóð samkvæmt fréttastofu RÚV. Það var Vísir sem greindi fyrst frá neyð Jussanam. Hún hafði unnið í tvö ár á frístundarheimilinu Hlíðaskjóli og var þegar búin að gera starfssamning um að vinna í ár til viðbótar á heimilinu þegar Vinnumálastofnun hafnaði samningnum. Ástæðan var sú að Jussanam var á þeim tíma nýskilin við eiginmanninn sinn. Fengust þær skýringar í kjölfarið að atvinnuleysið á Íslandi væri það hátt að einstaklingar af EES svæðinu gengu fyrir. Þar af leiðandi fékk hún samninginn ekki samþykktan. Jussanam hefur getið sér gott orð hér landi meðal annars fyrir sönghæfileika sína. Hún hefur sungið með helstu djasstónlistarmönnum Íslands, meðal annars Tómasi R. Einarssyni og píanóleikaranum Agnari Má Magnússyni. Þá gaf hún út tónlistardiskinn Ela é Carioca hér á landi árið 2009. „Ég held að þetta hafi verið sigur fólksins sem studdi mig og ekki síður fyrir konur," segir Jussanam sem hefur sótt um ríkisborgararétt hér á landi en afgreiðsla þess máls er á könnu allsherjarnefndar Alþingis. Jussanam er vongóð um að fá ríkisborgararétt á sömu forsendum og hún fékk dvalarleyfið enda hefur hún afar sterk tengsl við land og þjóð eftir að hafa verið búsett hér á landi í allnokkur ár ásamt dóttur sinni. Jussanam hefur ekki geta unnið síðan hún var svipt dvalarleyfi hér á landi vegna lögskilnaðarins. Hún segir þó við fréttamann Vísis að hún hafi fengið þau svör að hún geti snúið aftur til starfa á næstunni.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira