Erlent

20. barnið andvana í móðurkviði - vildu ekki hætta í oddatölu

Michelle og Jim ásamt börnum sínum.
Michelle og Jim ásamt börnum sínum. mynd/duggarfamily.com
Hjónin Jim og Michelle Duggar áttu von á sínu 20. barni. Á fimmtudaginn fengu hjónin þær hörmulegu fréttir að barnið væri andvana í móðurkviði.

Öll börn hjónanna byrja á bókstafnum joð og sagði Jim að þau hefði nýlega ákveðið nafn á nýjasta meðlimi fjölskyldunnar.

Fjölskyldan er víðfræg í Bandaríkjunum en ævintýrum þeirra hefur verið sjónvarpað á stöðinni TLC.

Fjölskyldufaðirinn sagði í yfirlýsingu að Michelle heilsaðist vel. Hann biðlaði til fjölmiðla um að gefa þeim næði til að takast á við sorgina.

Í síðasta mánuði tilkynnti Michelle um að 20. barnið væri leiðinni. Hún sagði að hjónunum hefði ekki langað að hætta í oddatölu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×